Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 27. apríl 2024 18:41
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Sandra María fór hamförum í Hafnarfirði - Öruggt hjá Blikum
Sandra María skoraði fernu
Sandra María skoraði fernu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar unnu sannfærandi sigur
Blikar unnu sannfærandi sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir náði í stig gegn Víkingum
Fylkir náði í stig gegn Víkingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með fjögur stig
Víkingur er með fjögur stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, skoraði öll fjögur mörk liðsins í 4-0 sigrinum á FH í 2. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Breiðablik vann á meðan Tindastól, 3-0, og þá gerðu Víkingur og Fylkir 2-2 jafntefli.

FH-ingar fengu skell í Hafnarfirði. Sandra María skoraði fyrir Þór/KA á 7. mínútu leiksins með lausu skoti yfir fyrirgjöf og kom annað mark hennar tuttugu mínútum síðar eftir að hún hljóp á eftir stungusendingu inn fyrir vörnina og skoraði framhjá Herdísi Höllu Guðbjartsdóttur, markverði FH, sem virtist illa staðsett í markinu.

Undir lok hálfleiksins komst Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir nálægt því að minnka muninn er hún þrumaði aukaspyrnu sinni í þverslá.

FH-ingar áttu skot í stöng snemma í þeim síðari en Þór/KA hélt síðan áfram að sækja á heimakonur. Undir lok leiksins skoraði Sandra María tvívegis á þremur mínútum, fyrra markið með skalla og það síðara með því að komast inn í sendingu til baka og leggja boltann í autt netið.

Fyrsti sigur Þór/KA í deildinni og Sandra María komin með fimm mörk í tveimur leikjum. Mögnuð byrjun hjá henni.

Breiðablik rúllaði örugglega yfir Tindastól, 3-0, á Kópavogsvelli.

Það tók Blika aðeins 17 mínútur að komast i forystu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir gerði sitt þriðja mark í sumar er hún skilaði boltanum í netið eftir hornspyrnu.

Blikar fengu tækifæri til að bæta við og þá áttu gestirnir líka fínustu tilraun undir lok hálfleiksins en Telma Ívarsdóttir varði vel.

Heimakonur tóku algerlega yfir leikinn í þeim síðari. Þær fengu urmul af færum til þess að slátra Stólunum, en færanýtingin var arfaslök.

Annað markið kom á endanum og var það Andrea Rut Bjarnadóttir sem gerði það áður en Agla María Albertsdóttir gekk frá leiknum í uppbótartíma.

Góður 3-0 sigur hjá Blikum og liðið með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Tindastóll án stiga.

Nýliðarnir, Víkingur og Fylkir, gerðu 2-2 jafntefli í Víkinni.

Víkingar fengu vítaspyrnu á 24. mínútu leiksins eftir að Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, braut af sér í teignum. Hún bætti strax upp fyrir það með því að verja vítaspyrnuna frá Shaina Faiena Ashouri.

Þegar lítið var eftir af hálfleiknum tókst Sigdísi Evu að brjóta ísinn eftir að hafa sloppið í gegn og kom hún Víkingum yfir á frábærum tímapunkti, en Fylkiskonur voru ekki lengi að jafna metin.

Mist Funadóttir gerði það með snilldarmarki og sá til þess að halda Fylkiskonum vel á lífi í leiknum.

Gestirnir fengu draumabyrjun í síðari hálfleik. Þær unnu vítaspyrnu sem Eva Rut Ásþórsdóttir skoraði úr. Klaufalegur varnarleikur hjá Víkingum sem þurftu þó ekki langan tíma til að svara fyrir sig.

Birta Birgisdóttir jafnaði á 58. mínútu með hælskoti eftir hornspyrnu. Hornspyrnan var tekin stutt á Sigdísi sem kom boltanum á Birtu. Hún náði að setja hann með hælnum en þó virtist boltinn hafa viðkomu af nokkrum varnarmönnum áður en hann fór í netið.

Víkingar pressuðu í leit að sigurmarki og áttu meðal annars tilraun í slá en lengra komust bikarmeistararnir ekki og lokatölur því 2-2. Víkingur er með 4 stig en Fylkir 2 stig.

Úrslit og markaskorarar:

FH 0 - 4 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('7 )
0-2 Sandra María Jessen ('27 )
0-3 Sandra María Jessen ('85 )
0-4 Sandra María Jessen ('88 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 3 - 0 Tindastóll
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('17 )
2-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('84 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('98 )
Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 2 Fylkir
0-0 Shaina Faiena Ashouri ('24 , misnotað víti)
1-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('43 )
1-1 Mist Funadóttir ('44 )
1-2 Eva Rut Ásþórsdóttir ('47 , víti)
2-2 Birta Birgisdóttir ('58 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 4 0 0 14 - 1 +13 12
2.    Valur 4 4 0 0 14 - 5 +9 12
3.    Þór/KA 4 3 0 1 9 - 5 +4 9
4.    Tindastóll 4 2 0 2 5 - 4 +1 6
5.    FH 4 2 0 2 2 - 7 -5 6
6.    Fylkir 4 1 2 1 7 - 8 -1 5
7.    Víkingur R. 4 1 1 2 7 - 12 -5 4
8.    Stjarnan 4 1 0 3 5 - 11 -6 3
9.    Þróttur R. 4 0 1 3 3 - 6 -3 1
10.    Keflavík 4 0 0 4 5 - 12 -7 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner