Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 27. apríl 2024 17:48
Brynjar Ingi Erluson
Diljá með mark og stoðsendingu - Guðrún skoraði í sigri Rosengård
Diljá leikur sér að belgísku deildinni
Diljá leikur sér að belgísku deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún skoraði fyrir Rosengård
Guðrún skoraði fyrir Rosengård
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers skoraði og lagði upp er Leuven gerði 3-3 jafntefli við Club Brugge í meistarariðli belgísku úrvalsdeildarinnar í dag.

Leuven var 2-0 undir í hálfleik en það var Diljá sem kom liðinu aftur inn í leikinn með skoti af stuttu færi.

Liðið jafnaði metin áður en Diljá lagði upp þriðja mark Leuven með því að skalla boltann fyrir liðsfélaga sinn sem skoraði. Club Brugge náði að svara þegar tólf mínútur voru eftir.

Örlítið högg fyrir Leuven í titilbaráttunni en liðið er með 35 stig í öðrui sæti, eins og Anderlecht, sem er með betri markatölu á toppnum.

Guðrún Arnardóttir skoraði fyrsta mark Rosengård í 3-0 sigri á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir byrjuðu báðar hjá Kristianstad sem tapaði fyrir Hammarby, 2-0. Guðný Árnadóttir kom inn af bekknum hjá heimakonum sem eru með þrjú stig.

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir byrjuðu allar hjá Örebro sem tapaði fyrir Djurgården, 2-0. Örebro er án stiga eftir þrjá leiki.

Þórdís Elva Ágúsdóttir lagði upp sigurmark Växjö sem vann Linköping, 2-1. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki í hópnum hjá Växjö, sem er með sex stig eftir þrjá leiki.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Lilleström sem vann Åsane, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström er með 9 stig eftir fimm leiki.

Kristín Dís Árnadóttir var í vörn Bröndby sem tapaði fyrir AGF, 2-1, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í danska bikarnum. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var ekki með Bröndby. Liðin mætast aftur 17. maí, þá á heimavelli Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner