Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 27. júní 2014 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Hjörtur Hjartar spáir í 10. umferð Pepsi-deildarinnar
Hjörtur Hjartar. spáir í 10.umferðina.
Hjörtur Hjartar. spáir í 10.umferðina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar skorar tvö á miðvikudaginn.
Ragnar skorar tvö á miðvikudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferð Pepsi-deildarinnar verður tvískipt. Tveir leikir fara fram í kvöld en umferðin klárast á miðvikudaginn í næstu viku með fjórum leikjum.

Það eru nokkrir athyglisverðir leikir í umferðinni. Sjónvarpsleikur umferðarinnar er leikur Fjölnis og Fylkis á miðvikudaginn.

Fótbolti.net fékk Hjört Júlíus Hjartarson, leikmann ÍA til að spá í spilin fyrir komandi umferð.

Fram 2 - 1 Stjarnan (í kvöld 19:15)
Ég spái því að vinur minn, Bjarni Guðjónsson takist fyrstum þjálfara í deildinni að vinna Stjörnuna. Þetta er kannski meiri óskhyggja heldur en raunsæi. Ég vona að minnsta kosti að Bjarni Guðjóns. vinni.

FH 2 - 0 Valur (í kvöld 19:15)
Það liggur beinast við að spá FH sigri. Kristján Gauti er kominn í gang og FH liðið virðist vera búið að finna taktinn. Ég reikna með því að Kristján Gauti skori og Atli Viðar skorar alltaf ef hann fær að spila meira en þrjár mínútur.

Keflavík 3 - 1 ÍBV (miðvikudag 18:00)
Keflvíkingar eru með hörkulið og það gengur ágætlega hjá þeim. Á meðan Eyjamenn eru í miklu basli og ekki líklegir til að ná í sigur í Keflavík.

Ef ÍBV-liðið í gegnum tíðina hefur verið með slakt knattspyrnulið þá hefur liðið verið óútreiknanlegt. Þegar þeir hafa spilað illa þá hafa þeir alltaf náð að kreysta út sigra á ólíklegustu stöðum. Maður sér ekki þennan Eyjakarakter í liðinu núna.

Breiðablik 2 - 1 Þór (miðvikudag 19:15)
Hér spái ég því að Guðmundur Benediktsson stýri sínu liði til sigurs. Ég held að það sé komið að því. Blikarnir vinna sinn fyrsta leik á mótinu og það er alveg tilvalið að Gummi geri það gegn sínu gamla liði.

KR 3 - 3 Víkingur R. (miðvikudag 19:15)
Ég býst við hörkuleik, sem endar 3-3. KR-ingar komast í 2-0 en Óli Þórðar. öskrar sína menn áfram sem komast yfir 3-2 en Gary Martin jafnar á síðustu mínútu leiksins. Það verður mikil dramatík og mikil læti og ég sé fyrir mér 1 til 2 rauð spjöld í þessum leik.

Fjölnir 2 - 0 Fylkir (miðvikudag 20:00)
Það eru vandræði á báðum þessum liðum. Heldur meiri í Árbænum en í Grafarvoginum. Ég hreinlega veit ekki hvað er í gangi í Árbænum. Fjölnismenn eru aðeins hressari og ég held að þeir vinni þennan leik 2-0, með mörkum frá Ragnari Leós.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner