Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 13. júlí 2014 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Edda Sif spáir í 11. umferð Pepsi-deildarinnar
Edda Sif spáir í 11. umferð Pepsi-deildarinnar.
Edda Sif spáir í 11. umferð Pepsi-deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Ben og Willum fara á kunnuglegar slóðir á morgun.
Gummi Ben og Willum fara á kunnuglegar slóðir á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11.umferðin í Pepsi-deild karla heldur áfram í dag þegar tveir leikir eru á dagskrá en umferðin hófst þegar Þór sigraði KR 2-0 á fimmtudag.

Stærsti leikur umferðarinnar er tvímælalaust í dag þegar topplið deildarinnar, Stjarnan og FH mætast í Garðabænum.

Fótbolti.net fékk Eddu Sif Pálsdóttir, þáttastjórnanda Íslands í dag á Stöð 2 til að spá í spilin fyrir komandi umferð.

Þór 1 - 3 KR (18:00 í dag) - Úrslit 2 - 0
KR-igarnir mega ekki við því að misstíga sig í eltingarleiknum við toppliðin og landa öruggum sigri fyrir norðan. Chuck spilar sinn fyrsta leik í sumar og kemur Þórsurum yfir en Vesturbæingar sýna styrk sinn og klára dæmið.

ÍBV 2 - 1 Fjölnir (14:00 í dag)
Eyjamenn eru á blússandi siglingu, komnir áfram í bikar og með sigur í deild og klára fyrri umferð mótsins með stæl. Fjölnir hefur ekki unnið deildarleik síðan 8.maí og næsti sigur kemur ekki í Vestmannaeyjum.

Stjarnan 3 - 2 FH (16:00 í dag)
Stórleikur umferðarinnar verður fjörugur og Garðbæingar skora þrjú mörk þrátt fyrir að Jeppa Hansen sé farinn. Þeir leyfa nágrönnum sínum úr Hafnarfirði ekki að komast upp með enn einn eins marks sigurinn heldur keyra leikinn í gang og FH fær að bragða af eigin meðali.

Víkingur R. 1 - 1 Keflavík (19:15 á morgun)
Upphtiun fyrir undanúrslit í bikar sem lýkur með jafntefli og stórvinur minn Kristján Guðmundsson verður ekki sáttur.

Valur 1 - 2 Breiðablik (19:15 á morgun)
Gummi og Willum þekkja sinn gamla klúbb of vel til að tapa fyrir honum. Valsarar stunda það að lenda í vandræðum á heimavelli og gegn liðum sem þeir eiga að geta unnið.

Fylkir 2 - 1 Fram (19:15 á morgun)
Fylkir sýndi flottan karakter í síðustu umferð og enn eimir af þeim krafti. Fram og Þór verða í fallsætum þegar mótið er hálfnað.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner
banner