Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 27. júlí 2014 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Sóli Hólm spáir í 13. umferð Pepsi-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fjölnisvélin fer í gang í dag.
Fjölnisvélin fer í gang í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Það er heil umferð í Pepsi-deild karla í dag. Fyrstu leikirnir verða flautaðir á klukkan 17:00 og umferðinni lýkur síðan í Frostaskjólinu með stórleik KR og Breiðabliks.

Eftirhermann, Sólmundur Hólm spáir í leiki 13. umferðarinnar í Pepsi-deild karla hér á Fótbolta.net.

Fjölnir 2 - 1 Þór (17:00 í dag)
Ég held að alræmda Fjölnis-vélin hrökkvi í gang núna. Ég held að þetta verði hörkuleikur sem endar með eins marks sigri Fjölnis. Aron Sigurðarson skorar eitt mark fyrir Fjölni og leggur upp annað.

Stjarnan 1 - 2 ÍBV (17:00 í dag)
Eyjamenn vinna þennan leik einfaldlega útaf því að fókusinn er á Evrópukeppninni hjá Stjörnunni. Þetta verður því þeirra fyrsta tap í deildinni í sumar.

Fylkir 1 - 2 FH (19:15 í kvöld)
Sósan leggur upp eitt mark fyrir Fylki en FH-ingar innbyrða hinsvegar sigurinn í þessum leik þrátt fyrir að vera með lykilmenn í banni. Ef Albert Brynjar mætti spila með Fylki þá hefði hann skorað og leikurinn endað með jafntefli.

Fram 1 - 2 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Er ekki Pape heill? Þá verður þetta dúettin, Pape og Aron Elís. Framarnir ráða ekki við þann dúett.

Keflavík 2 - 0 Valur (19:15 í kvöld)
Það er einhver deyfð yfir Valsmönnum. Elías Már verður í banastuði og setur sitt mark á leikinn, annað hvort með marki eða stoðsendingu. Magnús Sverrir gæti líka reynst Keflvíkingum mikilvægur í leiknum.

KR 3 - 0 Breiðablik (20:00 í kvöld)
Breiðablik er að fara tapa þessum leik. Alltaf. Breiðablik er ekki að fara í Frostaskjólið og vinna knattspyrnuleik. Það er ekki séns.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner