Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. mars 2016 13:57
Magnús Már Einarsson
Heimir: Diego getur klárlega orðið framtíðarmaður
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: KSÍ
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback ætla að fylgjast áfram með Diego Jóhannessyni, bakverði Real Oviedo.

Diego spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar en hann er ekki í hópnum fyrir komandi vináttuleiki gegn Danmörku og Grikklandi.

„Hann er að spila í toppliði á næstefstu deild á Spáni. Hann er alltaf í byrjunarliði og ef hann heldur því áfram þá getur hann klárlega orðið framtíðarmaður fyrir Ísland," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag og bætti við að Diego sé líklega að koma of seint inn til að auka möguleika á EM sæti.

Lars segir að miklir tungumálaörðuleikar séu hjá Diego.

„Það er mjög erfitt að kynnast leikmanni sem talar ekki íslensku og talar lélega ensku. Ef þú berð hann saman við íslenska leikmenn þá er hann nokkuð góður. Hann er frekar góður með boltann en það er stórt skref að koma í lið og kunna ekki tungumálið."

„Það var góð hugmynd fyrir framtíðina að fá hann inn í hópinn. Við fylgjumst með honum á Spáni núna og sjáum hvað gerist hjá öðrum bakvðrum sem eru að berjast um stöðuna,"
sagði Lars.

Sjáðu allar landsliðsfréttir dagsins á einum stað:
Hópurinn í heild - Eiður Smári ekki með
16 æfingar og fjórir leikir í stóru stundina
Lars svarar KSÍ í síðasta lagi í maí
Heimir: 10-15 aðrir leikmenn eiga góða möguleika fyrir EM
Geir vonast eftir að Lars haldi áfram
Heimir: Diego getur klárlega orðið framtíðarmaður
Heimir um Aron Sig, Björn Bergmann, Rúrik og Sölva
Lars: Mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum
Lars: Mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum
Fréttamannafundurinn í heild sinni
Heimir: Tökum vonandi öll framförum á EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner