Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fös 18. mars 2016 14:26
Magnús Már Einarsson
Lars: Mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum
Lars og Heimir á fréttamannafundi í dag.
Lars og Heimir á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar af landsliðsþjálfurum Íslands, segir að mikil keppni sé um 4-5 sæti í lokahópnum fyrir EM í sumar.

Lars og Heimir Hallgrímsson völdu í dag 24 manna hóp fyrir komandi leiki gegn Danmörku og Grikklandi. 23 manna lokahópurinn fyrir EM verður síðan tilkynntur 9. maí.

„Það eru nokkur sæti sem eru frátekin af leikmönnum ef þeir eru heilir. Það er hins vegar mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum. Það er ekkert klárt," sagði Lars við Fótbolta.net í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum að þessu sinni en landsliðsþjálfararnir töldu betra að hann yrði ekki með í þessu verkefni.

„Heimir talaði við hann. Ég vona að hann samþykki þetta þó að hann hafi vilj að taka þátt. Hann spilaði þrjá leiki í janúar með okkur og kom til Molde fyrir nokkrum vikum. Við teljum að það sé betra fyrir hann að einbeita sér að sjálfum sér og koma sér aftur í 100% form. Vonandi tókum við rétta ákvörðun og hann sýnir okkur í apríl að hann vilji vera í hópnum."

Ísland leikur við Danmörk á fimmtudag og Grikkland fimm dögum síðar en Lars segir að breytingar verði á milli leikja.

„Við munum klárlega gera breytingar á milli leikjanna við Danmörku og Grikklands. Það er erfitt að segja til um það fyrirfram en það verða einhverjar breytingar. Við munum líka gera skiptingar í báðum leikjunum," sagði Lars.

Sjáðu allar landsliðsfréttir dagsins á einum stað:
Hópurinn í heild - Eiður Smári ekki með
16 æfingar og fjórir leikir í stóru stundina
Lars svarar KSÍ í síðasta lagi í maí
Heimir: 10-15 aðrir leikmenn eiga góða möguleika fyrir EM
Geir vonast eftir að Lars haldi áfram
Heimir: Diego getur klárlega orðið framtíðarmaður
Heimir um Aron Sig, Björn Bergmann, Rúrik og Sölva
Lars: Mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum
Lars: Mikil keppni um 4-5 sæti í hópnum
Fréttamannafundurinn í heild sinni
Heimir: Tökum vonandi öll framförum á EM
Athugasemdir
banner