Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 18. maí 2016 11:15
Arnar Daði Arnarsson
Glódís Perla spáir í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Margrét Lára tvö í kvöld?
Skorar Margrét Lára tvö í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
2. umferðin í Pepsi-deild kvenna fer fram í kvöld með fimm leikjum.

Miðvörðurinn, Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins og Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni spáir fyrir um leikina í 2. umferðinni.

Fylkir 1 - 1 ÍBV
Verður baráttu leikur í lautinni þar sem Eva Núra mun stjórna miðjunni og baráttunni hjá heimaliðinu og það verður gaman að sjá hvernig Kristín Erna mun standa sig á móti sínum gömlu félögum. ÍBV kom skemmtilega á óvart á undirbúningstímabilinu og eru eflaust ekki sáttar með tap í fyrstu umferð þannig hef fulla trú á að þær muni gera góða hluti í sumar en bæði lið verða að sætta sig við eitt stig eftir þennan leik.

Þór/KA 2 - 0 ÍA
Algjör skyldusigur fyrir Þór/KA þar sem þær töpuðu stórt í fyrstu umferð. ÍA stelpur munu vera í basli á erfiðum útivelli á Akureyri meðan Þór/KA verða búnar að slípa sig betur saman og vinna þennan leik örugglega 2-0.

Selfoss 0 - 1 Stjarnan
Bæði lið byrjuðu mótið vel með sigri en ég hef trú á að gullvagninn fylgi stjörnustelpum á sterkan heimavöll Selfossar þar sem þær taka 3 stig í jöfnum leik! Hax Harpa setur hann eftir góðan undirbúning frá félögum sínum í sjóðandi heitri framlínu stjörnunnar meðan Baldurssystur stjórna miðjunni og vörninni. Selfoss stelpur munu spila þétta, góða vörn og treysta á skyndisóknir og verða hættulegar fram á við með Gummu í farabroddi en þær ná ekki að brjóta vel skipulagðan varnarmúr stjörnunnar í þetta sinn.

FH 1 - 4 Breiðablik
Blikar ætla sér stóra hluti aftur í sumar og eru með sterkt lið í alla staði rétt eins og í fyrra. Ég held að þær verði bara of stór biti fyrir FH stelpur sem eru nýkomnar upp. FH stelpur munu berjast vel en Blikar verða með yfirhöndina allan leikinn og vinna þennan leik örugglega. Held samt að FH-ingar ná að pota inn einu marki eftir góða skyndisókn á loka mínutúm leiksins.

Valur 3 - 0 KR
Nágrannaslagur á vodafonevellinum. Valur með glæ nýtt og spennandi lið í ár og eru þyrstar í sigur eftir jafntefli í fyrstu umferð. Marka-Lára setur allavega tvö í þessum leik þar sem Vals-stelpur verða meira með boltan og reyna að flétta sig í gegnum vörn KR-inga. KR-stelpur munu samt ekki gefa neitt eftir og þar sem Edda Garðars þekkir valsliðið vel verður þetta ekki auðvelt fyrir Val en þær eru með gæði og munu klára þennan leik 3-0.

Fyrri spámenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir (4 réttir)
Athugasemdir
banner