Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 29. nóvember 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Heimir: Hefðum átt að segja „Við ætlum að vinna þetta helvítis mót"
Heimir í leiknum gegn Frökkum
Heimir í leiknum gegn Frökkum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi breyta andlegum undirbúningi fyrir leikinn gegn Frökkum. Eftir á að hyggja er það eitthvað sem við hefðum getað gert betur," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag.

Farið var yfir árið hjá landsliðinu með Heimi en eins og alþjóð veit, komst Ísland í 8 liða úrslit EM í Frakklandi. Að lokum tapaði Ísland gegn heimamönnum og segir Heimir það ekki hafa komið til greina að breyta leikskipulagi Íslands en andlegi undirbúningurinn hefði getað verið örðuvísi.

„Í fyrsta lagi þá vorum við búnir að ná okkar markmiðum sem við settum fyrir mótið. Maður hugsar alltaf eftir á. Við sögðum að við ætluðum upp úr riðlinum og eftir það væri þetta bikarkeppni og við gætum unnið hvaða lið sem er."

„Ég veit ekki hvort allir voru með það innst inni með það í huga að við gætum farið alla leið í þessu. Kannski er það eitthvað sem við hefðum átt að segja. Við hefðum átt að segja að við ætluðum að vinna þetta helvítis mót en þá hefði sennilega verið eitthvað hlegið af okkur," sagði Heimir.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Heimi í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner