Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 09. ágúst 2017 14:10
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Getum unnið alla leikina sem eru eftir
Leikmaður 15. umferðar - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
Spánverjinn hefur verið happafengur fyrir Huginsmenn.
Spánverjinn hefur verið happafengur fyrir Huginsmenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spánverjinn Gonzalo Zamorano Leon hefur verið funheitur í 2. deildinni í sumar og er kominn með 13 mörk í 15 leikjum. Hann er allt í öllu í sóknarleik Hugins Seyðisfirði og er einnig duglegur að leggja upp færi fyrir samherja sína.

Huginn vann Hött í austurlandsslag fyrir viku síðan 3-1 þar sem Gonzalo skoraði eitt af mörkunum. Hann er leikmaður 15. umferðar 2. deildar.

„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn í síðasta leik. Það er enginn venjulegur leikir fyrir Huginn að mæta Hetti og það ver spenna á Seyðisfirði. Það var ánægjulegt að ná sigri og marki," segir Gonzalo.

„Ég er mjög ánægður með spilamennsku. Ég tel að ég þurfi að halda áfram á sömu braut, spila fyrir liðið og skora fleiri mörk ef möguleiki gefst."

Huginn er í þriðja sæti 2. deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir, fjórum stigum frá öðru sætinu. Tvö efstu liðin í lokin fara upp og Gonzalo trúir að sitt lið geti farið upp.

„Ég er bjartsýnismaður og tel okkur geta unnið alla okkar leiki sem eru eftir og komist upp í Inkasso-deildina. Við erum einbeittir á það markmið að komast upp," segir Gonzalo sem var spurður að því hvernig það kom til að hann fór til Íslands.

„Ég kom hingað því ég á vin sem spilaði hérna fyrir þremur árum, Alvaro Montejo. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á að koma. Hann spilar núna fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni. Ég er mjög ánægður á Íslandi og er rosalega hrifinn af þessu landi og Seyðisfirði. Fólkið hérna er ótrúlegt. Ég er til í að koma aftur til Íslands á næsta ári."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner