Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 20. maí 2017 12:22
Kristófer Kristjánsson
Bestur í 2. deild: Ég tek undir með þeim þrekna enda viskustykki mikið
Leikmaður 2. umferðar - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
Kristján Atli Marteinsson
Kristján Atli Marteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Atli í baráttunni við Igor Jugovic í leiknum gegn Fjölni
Kristján Atli í baráttunni við Igor Jugovic í leiknum gegn Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kristján Atli Marteinsson er leikmaður annarrar umferðar í 2. deild karla en hann skoraði tvö mörk í 2-3 sigri Magna á Völsungi í síðustu viku.

„Þetta var hörkuleikur á móti flottu Völsungs liði og menn tala um að þetta sé víst grannaslagur þannig gaman að ná þremur punktum og ekki verra að skora í uppbótartíma," sagði hann við Fótbolta.net.

Kristján Atli spilaði 16 leiki fyrir Magna í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk, hann er því búinn að jafna þá markaskorun strax í annarri umferð í sumar og hann stefnir á að bæta þá tölfræði enn frekar.

„Það er gaman að vera búinn að jafna markafjöldan frá því í fyrra en það er sorglegt hvað maður skorar lítið. Maður leggur upp fyrir liðsfélagana í staðinn og þá eru allir sáttir, en stefnan er klárlega að reyna skora meira en í fyrra en fyrst og fremst væri gaman að fara upp."

Kristján Atli fór á láni til Magna í fyrrasumar og aftur í ár en hann er samningsbundinn Fram. Hvernig kom það til?

„Ég fór á lán í Magna því ég var ekki að fá nægan spilatíma hjá Fram og það er bara hið besta mál, það er virkilega gaman að takast á við þetta verkefni. Það sem einkennir þetta lið eru bara þreyttu klisjurnar; samheldni, vinnusemi en svo bætast við hrikaleg gæði."

Magni endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra en hefur nú unnið báða leiki sína í sumar og situr á toppnum og segir Kristján markmiðin einföld.

„Stefnan er klárlega að fara upp, þreknasti aðstoðarþjálfari deildarinnar, Kristján Sigurólason, segir að það yrði vitleysa að stefna á annað. Ég hugsa að ég taki undir með þeim þrekna enda viskustykki mikið."

Magni tók á móti Pepsi-deildarliði Fjölnis í Grenivík í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins síðastliðinn föstudag en leiknum lauk með 1-2 sigri Fjölnis eftir að Magnamenn höfðu meðal annars misnotað vítaspyrnu.

„Bikarleikurinn gegn Fjölni var flottur að mörgu leyti þó það var skandall að ég tók ekki vítið sem við brenndum af. Við hefðum alveg getað farið með þetta í framlengingu en víti sem þeir fengu svíður enn þá en svona er boltinn. Við reyndum allt sem við gátum og Sjandrés Vill kom inn á í lokin að skapa usla en við náðum ekki að skora og því fór sem fór."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner