Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 01. ágúst 2017 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Elska lífið hér þrátt fyrir klikkað veður
Leikmaður 14. umferðar - Pawel Grudzinski (Víðir)
Pawel Grudzinski hefur leikið vel fyrir Víðismenn.
Pawel Grudzinski hefur leikið vel fyrir Víðismenn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í bikarleik gegn Fylki í sumar.
Í bikarleik gegn Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pólverjinn Pawel Grudzinski, 26 ára leikmaður Víðis í Garði, er leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla en hann var að öðrum ólöstuðum maður leiksins þegar Víðismenn unnu 3-2 útisigur gegn Fjarðabyggð.

Pawel er leikmaður 14. umferðar deildarinnar.

„Við lékum gríðarlega vel í fyrri hálfleik, skoruðum tvö mörk eftir gott spil. Eftir fyrri hálfleik vorum við 2-0 yfir og slökuðum of mikið á, það kostaði það að við fengum á okkur tvö mörk og staðan var jöfn," segir Pawel sem skoraði sjálfur annað mark leiksins.

Það var svo í uppbótartíma sem Patrik Snær Atlason skoraði sigurmarkið fyrir Víði.

„Það braust út mikil gleði, ég bjóst ekki sjálfur við því að það yrði skorað í lok leiksins."

Víðir er í fjórða sæti 2. deildar og það eru átta stig upp í annað sætið. Þó ólíklegt sé að liðið nái að komast upp í ár þá heldur Pawel í trúna.

„Við eigum möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina. Við höfum mjög gott lið en við þurfum að einbeita okkur að því að vinna þá leiki sem eru eftir og gera sem fæst mistök."

Pawel kom til landsins 2013 og var í Njarðvík áður en hann gekk í raðir Víðis í maí í fyrra.

„Eftir að hafa misst út fimm mánuði vegna meiðsla ákvað ég að skipta um lið og fór til Víðis þar sem Tommy Fredsgaard Nielsen var þjálfari. Víðir var í 3. deild og við komumst upp í 2. deild. Ég var fljótur að finna mig í liðinu og finnst eins og ég sé hluti af fjölskyldu í dag, þrátt fyrir annað þjóðerni."

„Ég elska þetta lið og fólkið er mjög vingjarnlegt. Það er gott samband milli allra leikmanna og þjálfara. Mér líður vel á Íslandi og hér býr gott fólk sem er tilbúið að hjálpa manni þegar upp koma vandamál. Veðrið er klikkað en mér líður mjög vel hérna," segir Pawel.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner