Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   mið 26. júlí 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Án efa flottasta mark sem ég hef skorað
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban, leikmaður Aftureldingar, er leikmaður 12. umferðar í 2. deild karla en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli gegn Hugin á Seyðisfirði síðastliðinn laugardag.

„Niðurstaða leiksins gegn Huginn held ég að hafi verið sanngjörn. Þeir fengu dauðafæri í byrjun leiks en fyrir utan það vorum við sterkari í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaflaskipt. Við lágum til baka mestan hluta en færðum okkur framar á völlinn í bæði skiptin sem við lentum undir sem skilaði sér í að við jöfnuðum tvisvar. Þeir heilt yfir betri í seinni samt," sagði Wentzel um gang leiksins.

Markið hjá Wentzel var af dýrari gerðinni en það gerði hann með skoti af 35 metra færi í slána og inn eins og sjá má neðst í fréttinni.

„Þetta er án efa flottasta mark sem ég hef skorað. Að sjá hann smella í slána og inn var rosaleg tilfinning. Beggi (Bergsteinn Magnússon markvörður Hugins) átti misheppnaða sendingu út á kant sem fór beint á mig. Fyrsta snertingin var ekki góð en ég leit upp og sá að hann var að spretta til baka. Ég heyrði útundan mér að allir voru að segja mér að gefa boltann, nema Jökull Steinn sem öskraði á mig að ég ætti að skjóta. Það skilaði sér heldur betur. Ef þetta hefði ekki heppnast svona fullkomlega þá hefði hann varið þetta þannig að þetta rétt slapp."

Afturelding er í fjórða sætinu í 2. deildinni í augnablikinu, sjö stigum frá efsta sætinu.

„Auðvitað myndum við vilja vera ofar í töflunni en taflan lýgur ekki og við verðum bara að taka því og reyna að gera okkar besta það sem eftir er af tímabilinu. Spilamennskan hjá okkur hefur verið svolítið sveiflukennd svo við verðum að laga það ef staðan á eitthvað að batna," sagði Wentzel sem vonast ennþá til að Afturelding geti blandað sér í baráttuna um að komast upp.

„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að þetta er orðinn svolítill eltingaleikur en ef við náum að bæta spilamennskuna okkar og halda henni góðri út mótið þá er aldrei að vita hvað gerist.Deildin er jöfn og staðan getur breyst mikið á stuttum tíma," sagði Wentzel að lokum en hér má sjá mark hans á laugardaginn.
Fyrri leikmenn umferðarinnar:
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Athugasemdir
banner
banner