Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 09. maí 2017 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Bestur í 2. deild: Þetta er hinn eini sanni El Clasico norðurlands
Leikmaður 1. umferðar - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Sæþór skorar fyrsta mark sitt á laugardaginn.
Sæþór skorar fyrsta mark sitt á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Leikmenn Völsungs fagna marki á laugardaginn.
Leikmenn Völsungs fagna marki á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sæþór Olgeirsson er leikmaður fyrstu umferðar í 2. deild karla en hann skoraði þrennu í 5-1 sigri liðsins á Aftureldingu í fyrstu umferðinni um helgina.

„Við vissum að Afturelding væru með sterk lið og það yrði erfitt að vinna þá. Við spiluðum mjög vel í þessum leik og sýndum hvað í
okkur býr og að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild,"
sagði Sæþór við Fótbolta.net.

„Kom það mér að óvart? Nei við förum inn í hvaða leik sem er til að vinna hann og gaman að geta gert það svona sannfærandi."

Í fyrra var Völsungur í fallbaráttu í 2. deildinni. Liðið vann einungis fjóra leiki allt tímabilið og gerði heil ellefu jafntefli.

„Við vorum ósáttir með seinasta tímabil og vildum gera betur, vorum í vandræðum eiginlega allt sumarið og náðum bara að tryggja okkar sæti í deildinni í næst seinustu umferð."

„Við viljum gera betur í sumar, bæta stigafjölda og vinna fleiri leiki.
Gerðum alltof mörg jafntefli en í ár ætlum við að laga það."


Sæþór er á nítjánda aldursári en í fyrra var hann mikið á bekknum þar sem hinn reyndi Jóhann Þórhallsson var fremsti maður hjá Völsungi. Jóhann fór í Magna í vetur og þá fékk Sæþór sénsinn í byrjunarliðinu.

„Ég er búinn að æfa mjög mikið fyrir þetta tímabil og þá slatta aukalega. Ég var mikið á bekknum í fyrra sem var bæði erfitt og leiðinlegt, en það fékk mig bara til þess að leggja meira á mig í vetur og koma 100% klár í þetta tímabil."

Næsti leikur Völsungs er Norðurlandsslagur en Magni Grenivík kemur í heimsókn á Húsavík á föstudaginn.

„Það er alltaf skemmtilegt þegar við fáum nágranna okkar frá Grenivík í heimsókn. Býst við hörkuleik þar sem tvö góð lið eru að mætast. Þetta er hin eini sanni El Clasico norðurlands."

Í næstu viku mætir Völsungur síðan Pepsi-deildarliði Grindavíkur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

„Alltaf gaman að mæta liði úr Pepsi deildinni, hefði þó verið skemmitlegt aðfá að spila þennan leik á Húsavíkurvelli. Auðvitað ætlum við að gefa Grindavík alvöru leik þar sem öll pressan er á þeim, þeir eru stóra liðið í leiknum. Ætlum okkur að komast lengra í bikarnum og detta í eitt skemmtilegt bikar ævintýri.," sagði Sæþór.
Athugasemdir
banner
banner
banner