Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 03. júlí 2017 16:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Í þriðja sinn sem ég skora fjögur mörk í leik
Leikmaður 9. umferðar - Kenneth Hogg (Tindastóll)
Hogg er 26 ára Skoti. Hér fagnar hann einu af fjórum mörkum sínum gegn KV,
Hogg er 26 ára Skoti. Hér fagnar hann einu af fjórum mörkum sínum gegn KV,
Mynd: Óli Arnar
Mynd: Óli Arnar
„Ég myndi segja að þetta hafi klárlega verið minn besti leikur fyrir framan markið og líklega minn besti leikur hingað til á tímabilinu. Ég tel samt að ég geti gert enn betur og skilað enn meiru," segir Kenneth Hogg sem skoraði fjögur mörk fyrir Tindastól í 5-3 sigri gegn KV fyrir framan 67 áhorfendur.

Hogg hefur verið valinn leikmaður 9. umferðar 2. deildar en hann skoraði 14 mörk í 17 leikjum þegar Tindastóll komst upp úr 3. deildinni í fyrra.

„Ég hef tvívegis áður skorað fjögur mörk í sama leiknum, það var þegar ég var í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Fyrst gegn Eckerd skólanum í Flórída og svo gegn Chowan skólanum í Norður-Karólínu."

Hogg hefði getað skorað fimmta mark sitt í blálok leiksins en gaf boltann í staðinn á Arnar Ólafsson sem skoraði.

„Ég var einn gegn markverðinum en það var smá möguleiki að hann hefði getað varið. Hefði ég skotið hefðu verið 95% lýkur á marki en ég vissi að með því að gefa boltann væri samherji minn fyrir opnu marki í 100% möguleika á að skora. Ég tel mig hafa gert rétt. Þetta var á mikilvægum tímapunkti og innsiglaði sigurinn fyrir okkur."

Tindastóll er í áttunda sæti 2. deildar.

„Ég tel okkur hafa verið mjög óheppna hingað til. Við höfum spilað mjög vel og stjórnað nánast öllum leikjunum en úrslitin endurspegla ekki það hvernig leikirnir hafa verið. Við erum á uppleið eftir hæga byrjun og vonandi heldur uppgangurinn áfram," segir Hogg.

„Okkar markmið er að byggja ofan á síðustu leikjum. Við tökum einn leik í einu en teljum okkur hafa sterkt lið og góða einstaklinga sem geta hjálpað okkur að fara ofar á töflunni."

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner