Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 29. ágúst 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Markmiðið er að verða atvinnumaður
Leikmaður 17. umferðar - Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll)
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Jón Gísli Eyland Gíslason.
Mynd: Óli Arnar
Jón Gísli Eyland Gíslason er leikmaður 17. umferðar í 2. deildinni. Jón Gísli skoraði eitt mark og lagði upp þrjú mörk í 6-1 sigri Tindastóls á Hetti í þarsíðustu umferð.

„Þetta var klárlga minn besti leikur í sumar enda gékk allt upp," sagði Jón við Fótbolta.net en þessi ungi leikmaður er fæddur 2002.

Eins og fyrr segir er Jón að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og hann er ánægður með sumarið hjá sér.

„Það hefur verið mjög gott og lærdómsríkt og í raun miklu betra heldur en eg bjóst við," sagði Jón en hann segir lærdómsríkt að byrja svona snemma að spila með meistaraflokki.

„Ég hef verið að æfa með mönnum með fullt af reynslu og lært mikið af því að fá að spila í meistaraflokks bolta."

„Ég er mjög metnaðagjarn og ákveðinn í því sem ég er að gera hvort það sé æfing eða leikur þá legg ég mig alltaf 100% í allt."


Jón er efnilegur leikmaður og hann stefnir langt í framtíðinni.

„Markmiðið er auðvitað að verða atvinnumaður og spila í top deild útí heimi á móti bestu leikmönnum heims," sagði Jón að lokum.

Á morgun verður leikmaður 18. umferðar útnefndur eftir leiki helgarinnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
16. umferð - Tanner Sica (Tindastóll)
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner