Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 30. ágúst 2017 18:30
Fótbolti.net
Bestur í 2. deild: Stjórnin reynir að gera allt til að auðvelda okkur lífið
Milan Tasic (í miðjunni).
Milan Tasic (í miðjunni).
Mynd: Víðir Garði
Tasic (til hægri) í leik með Víði.
Tasic (til hægri) í leik með Víði.
Mynd: Úr einkasafni
„Ég er mjög ánægður með að við spiluðum mjög vel í þessum leik," sagði Milan Tasic, leikmaður Víðis í Garði við Fótbolta.net.

Milan er leikmaður 18. umferðar í 2. deildinni en hann skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á Sindra um helgina. Vindurinn setti mikinn svip sinn á leikinn.

„Það var mjög erfitt að spila út af þessum vindi en við lögðum okkur 100% fram og unnum."

Víðismenn hafa flogið upp töfluna undanfarnar vikur og unnið hvern leikinn á fætur öðrum eftir að Guðjón Árni Antoníusson tók við sem þjálfari í júní.

„Við erum byrjaðir að spila betur. Við þurftum tíma til að byrja að spila sama leikstíl og og nýi þjálfarinn vill að við spilum. Síðari hluta tímabils byrjuðum við að spila hans leikstíl."

Þegar fjórar umferðir eru Víðismenn í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir Magna Grenivík og fjórum stigum á eftir Njarðvík. Milan er bjartsýnn á framhaldið.

„Ég held að við getum farið upp eftir þennan sigur. Við höfum meira sjálfstraust og ég tel að við getum haldið áfram að spila vel í næstu leikjum."

Milan kom sjálfur til Víðis árið 2015 og hann kann vel við sig í Garðinum.

„Við erum að vaxa á hverju ári sem félag og ég kann vel við lífið í Garði. Allt fólkið er mjög vingjarnleg og stjórnin reynir að gera allt til að auðvelda okkur lífið," sagði Milan að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
17. umferð - Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll)
16. umferð - Tanner Sica (Tindastóll)
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner