Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 07. september 2017 13:10
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Sundlaugargestir yrðu ánægðir
Leikmaður 19. umferðar - Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
Magnaðir Magnamenn.
Magnaðir Magnamenn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pétur Heiðar í búningi KA en hann lék með liðinu í fyrra.
Pétur Heiðar í búningi KA en hann lék með liðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík er í góðri stöðu til að komast í fyrsta sinn upp í 1. deild Íslandsmótsins en liðið er í öðru sæti 2. deildar, með fjögurra stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Pétur Heiðar Kristjánsson er leikmaður 19. umferðar 2. deildar en hann skoraði tvívegis þegar Magni vann 3-0 sigur gegn Fjarðabyggð um síðustu helgi.

„Þetta voru bara týpísk rottumörk. Flugskalli af gamla meternum og viðstöðulaus volley sem markmaðurinn sá aldrei. Bæði mörk sem yfir-rottan, Sjandrés Vilhjálms, er búinn að vera kenna mönnum. En mörkin voru samt bara næst- og þriðja flottasta markið í leiknum á eftir bylmingsskoti Fannsterz (Fannars Freys Gíslasonar) beint á markið," segir Pétur um mörk sín í leiknum. Sigur Magna var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna.

„Já þetta var nokkuð þægilegt. Við erum að finna taktinn okkar, vörnin var feykiöflug og við nýttum þau færi sem við fengum vel."

Vel hefur gengið hjá Magnamönnum og Pétur segir að fótboltastemningin í bæjarfélaginu sé með besta móti.

„Fótboltastemningin á Grenidorm er alltaf skemmtileg. Maður hefur upplifað hana bæði sem leikmaður Magna og andstæðingur og það er alltaf einhver sjarmi yfir þessu. Í sumar hefur verið flott mæting á völlinn og við höfum alltaf fundið fyrir því að fólk hafi trú á verkefninu okkar," segir Pétur.

Magni á tvö af neðstu liðunum í næstu tveimur leikjum, Hött og Vestra. Yrði það ekki stórslys að klúðra því að komast upp núna?

„Ef ég mætti velja næstu tvo andstæðinga þá væru það ekki lið í þessari rosalegu fallbaráttu. En að tala um stórslys að ná að klúðra þessu er kannski orðum ofaukið og vanvirðing við þessi lið sem eiga eftir selja sig mjög dýrt á móti okkur. En það var klárt markmið hjá mér og öllu liðinu að fara upp í sumar og við erum að fara að skilja allt eftir á vellinum til ná því."

Er Magni tilbúinn að taka skrefið upp í Inkasso?

„Leikmenn eru klárir það er alveg á hreinu og við erum með frábæra stjórn sem mun sjá til þess að Magni verði tilbúnir ef að til þess kemur. Ég veit allavega að sundlaugargestir yrðu ánægðir ef að það yrði bætt aðeins í aðstöðuna hjá okkur," segir Pétur Heiðar að lokum en sömu klefar eru notaðir fyrir sundlaugina og fótboltaleikina á Grenivík. Sundlaugin er því lokuð fyrir almenning á leikdögum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
18. umferð - Milan Tasic (Víðir)
17. umferð - Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll)
16. umferð - Tanner Sica (Tindastóll)
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner