Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 14. september 2017 14:35
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Fórum á heiðarlegustu krá landsins
Leikmaður 20. umferðar: Styrmir Gauti Fjeldsted
Styrmir í sigrinum gegn Víði.
Styrmir í sigrinum gegn Víði.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Styrmir Gauti Fjeldsted átti hrikalega öflugan leik í vörn Njarðvíkur þegar liðið vann 3-2 útisigur gegn Víði í 20. umferð 2. deildar karla.

Styrmir hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar fyrir frammistöðu sína en sigurinn tryggði Njarðvíkingum upp í Inkasso-deildina. Styrmir segir að mikil gleði hafi brotist út í leikslok.

„Tilfinningin var gjörsamlega geggjuð. Seinustu ár höfum við verið að fagna því að sleppa við fall og því kærkomin tilbreyting að fagna því að komast upp um deild í þetta skiptið. Einnig var það extra sætt að tryggja sætið með þessum hætti, sigurmark í uppbótartíma gegn nágrönnunum þar sem Arnór Björns af öllum mönnum tókst að skora sturlað mark," segir Styrmir.

Mark Arnórs má sjá með því að smella hérna en það kemur á 2:03:06 í upptökunni.

„Fagnaðarlætin byrjuðu strax inni í klefa eftir leik og bárust fagnaðarlætin meira að segja í mystory hjá snapchat stjörnunni Donnu Cruz. Kvöldið var svo nokkuð basic, menn hittust í pizzu og öl og svo var farið á heiðarlegustu krá landsins, Paddy‘s. Ég tel það líklegt að það verði aðeins meiri fagnaðarlæti á lokahófinu sjálfu en þessi dagur í heild sinni var hrikalega skemmtilegur."

Við báðum Styrmi um að lýsa þessum sigurleik gegn Víði í stuttu máli.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður af okkar hálfu og fengum við nokkur mjög góð færi til að fara með meira en 1-0 forystu inn í hálfleik. Víðismenn komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og bættu hressilega í sóknarleikinn og að sama skapi tókst okkur ekki að refsa þeim þó að þeir hafi fært liðið sitt svona ofarlega. Síðustu 10 mínútur leiksins voru svo svakalegar þar sem skoruð voru þrjú mörk og eitt sláarskot að auki. Jafntefli hefði verið sanngjörnustu úrslitin en við tökum sigrinum fagnandi," segir Styrmir.

Telur hann að liðið sé tilbúið í Inkasso-deildina?

„Eins og dæmin sanna í gegnum árin þá er töluvert stökk á milli 2. deildar og 1. deildar og langoftast lenda lið í því að vera í bullandi fallbaráttu í 1. deildinni. Ég myndi segja að hópurinn okkar í dag sé mjög sterkur, einnig er hópurinn í dag frekar ungur en enginn útileikmaður er eldri en 26 ára. Það er þó er alveg ljóst að það þarf að styrkja liðið með gæðaleikmönnum ef liðið ætlar að ná stöðugleika í 1. deildinni."

Njarðvík á heimaleik gegn KV á laugardag og heimsækir svo Völsung í lokaumferðinni.

„Tímabilið er búið að vera virkilega langt en æfingar byrjuðu hjá okkur 4. nóvember þar sem innköstin voru æfð á fyrstu æfingu vetrarins. Þegar svona stórum áfanga er náð þá kemur oft fyrir að menn slaki á og verði kannski ögn kærulausir. Menn hljóta samt að vera graðir í það að tryggja þennan deildarmeistaratitil en það er alveg klárt að báðir þessir leikir munu tapast ef menn halda að þeir geti slakað á núna. Næsti leikur er heimaleikur gegn KV en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu í þessari deild svo það er að alveg klárt mál að þeir munu mæta tilbúnir til svo það er eins gott að við gerum það líka," segir Styrmir.

Sjá einnig:
Rafn Markús: Markmið allra að ná stöðugleika í nýrri deild

Fyrri leikmenn umferðarinnar:
19. umferð - Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni)
18. umferð - Milan Tasic (Víðir)
17. umferð - Jón Gísli Eyland Gíslason (Tindastóll)
16. umferð - Tanner Sica (Tindastóll)
15. umferð - Gonzalo Zamorano Leon (Huginn)
14. umferð - Pawel Grudzinski (Víðir)
13. umferð - Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban (Afturelding)
12. umferð - Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
11. umferð - Halldór Bogason (KV)
10. umferð - Blazo Lalevic (Huginn)
9. umferð - Kenneth Hogg (Tindastóll)
8. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
7. umferð - Bjarki Baldvinsson (Völsungur)
6. umferð - Ragnar Þór Gunnarsson (Tindastóll)
5. umferð - Hjörtur Geir Heimisson (Magni)
4. umferð - Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
3. umferð - Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
2. umferð - Kristján Atli Marteinsson (Magni)
1. umferð - Sæþór Olgeirsson (Völsungur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner