Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 09. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Senid Kulas nýr þjálfari Snæfells (Staðfest)
Úr leik hjá Snæfelli á síðasta tímabili.
Úr leik hjá Snæfelli á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Senid Kulas frá Bosníu og Hersegóvínu hefur verið ráðinn nýr þjálfari Snæfells frá Stykkishólmi sem spilar í 4. deildinni en þetta kemur fram á snaefellingar.is. Senid er 35 ára gamall en hann spilaði með Víkingi Ólafsvík í 1. deildinni árið 2008.

Á þeim tíma kynntist hann Páli Margeiri Sveinssyni formanni knattspyrnudeildar Snæfells og nú hefur Senid verið ráðinn þjálfari.

„Senid er hámenntaður knattspyrnuþjálfari með eina mestu þjálfaragráðu sem hægt er að mennta sig í, að sögn Páls. Árið 2017 var hann valinn þjálfari ársins á sínum heimaslóðum eftir að hafa byggt lið sitt upp í gegnum tíðina og endað á meistaratitili það ár," segir á snaefellingar.is.

Æfingar eru farnar í gang undir stjórn Senid en hann kom til Íslands í janúar.

Snæfell hefur ekki riðið feitum hesti í 4. deildinni undanfarin ár. Í fyrra tapaði sameiginlegt lið Snæfells/UDN öllum 14 leikjum sínum og fékk 135 mörk á sig. Núna er hins vegar búið að blása í herlúðra í Stykkishólmi og undir stjórn Senid ætlar liðið að mæta mun öflugra til leiks í sumar.
Athugasemdir
banner
banner