Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   mán 18. júní 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dóri DNA lagði mikið undir: Hefði skallað vegg
Icelandair
Dóri DNA.
Dóri DNA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinning var ótrúleg af mörgum ástæðum," sagði skemmtikrafturinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, í samtali við Fótbolta.net í gær. Hann var þar að tala um leik Íslands og Argentínu sem hann mætti. „Þetta var fyrsti fótboltaleikurinn í útlöndum sem ég fer á," sagði Dóri.

Mið-Ísland hópurinn kom óvænt til Gelendzhik í dag og skemmti þar fyrir bæði landsliðið og síðan fyrir fjölmiðlamenn frá Íslandi, allt í boði Vodafone. Dóri er einn af meðlimum Mið-Ísland.

Með gríðarlegar fjárhæðir á leiknum
Dóri veðjaði á sigur Íslands í leiknum. Hann setti 800 evrur (um 100 þúsund íslenskar krónur) á sigur Íslands. Hann tapaði því þeim fjárhæðum en gekk sáttur frá borði í Moskvu.

„Ég var náttúrulega með gríðarlegar fjárhæðir á sigur Íslands í þessum leik þannig að ég þurfti að éta hjartapillur allan tímann. En svo var þetta svo yfirþyrmandi," sagði Dóri sem grét allan leikinn.

„Ég var eins og draugur eftir leikinn. Þetta er eitthvað sem maður endurtekur."

„Þetta er bara minningin þegar ég tapaði 800 evrum á Íslandi. Ef við hefðum tapað þá hefði ég mögulega skallað vegg, ef af því að þetta var jafntefli þá kom ég út á jöfnu."

„Ég sé ekki eftir neinu," sagði Dóri en viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hann telur að Ísland fari upp úr riðlinum.
Athugasemdir
banner