Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bryndís Arna spáir í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Bryndís Arna gerði sigurmark Íslands gegn Serbíu í vikunni.
Bryndís Arna gerði sigurmark Íslands gegn Serbíu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ná krakkarnir hans Klopp í sigur?
Ná krakkarnir hans Klopp í sigur?
Mynd: EPA
Bryndís spáir því að Richarlison skori.
Bryndís spáir því að Richarlison skori.
Mynd: EPA
Bryndís er ekki bjartsýn fyrir hönd sinna manna.
Bryndís er ekki bjartsýn fyrir hönd sinna manna.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikarinn og grínistinn Starkaður Pétursson gerði sér lítið fyrir og skellti sér á toppinn í spákeppni Fótbolta.net þegar hann spáði í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er meira að segja einn leikur eftir en Starkaður var með átta rétta.

Bryndís Arna Níelsdóttir, sem gerði sigurmark Íslands gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í vikunni, spáir í leikina sem eru framundan um helgina.

Brentford 1 - 1 Chelsea (15:00 á morgun)
Þessi leikur fer 1-1 þar sem Jackson klúðrar að minnsta kosti tveimur dauðafærum og svo jafnar Toney með gullfallegu marki í lokin.

Everton 2 - 1 West Ham (15:00 á morgun)
Langþráður sigur heimamanna. West Ham verða heilt yfir betri í leiknum og Bowen kemur þeim yfir snemma en svo fá þeir á sig tvö mörk í uppbótartíma og allt tryllist á Goodison Park.

Fulham 0 - 2 Brighton (15:00 á morgun)
Frekar leiðinlegur leikur, ekki mikið af færum en Brighton menn sigla þessu heim.

Newcastle 4 - 2 Wolves (15:00 á morgun)
Það eru einhvern veginn alltaf mörg mörk í leikjum Newcastle og þeir komast í 4-0. Svo fær Karius eða Dubravka á sig tvö ótrúlega klaufaleg mörk í seinni halfleik en það kemur ekki að sök.

Nottingham Forest 0 - 1 Liverpool (15:00 á morgun)
Rosaleg meiðsli í herbúðum Liverpool en krakkarnir hans Klopp klára þennan leik með marki snemma.

Tottenham 3 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Góður leikur hjá Tottenham á heimavelli og þeir klára Palace auðveldlega með þrennu frá sonunum Maddison, Richarlison og Heung-Min Son.

Luton 0 - 3 Aston Villa (17:30 á morgun)
Auðveldur sigur fyrir Villa á útivelli. Watkins og McGinn með mörkin.

Burnley 0 - 3 Bournemouth (13:00 á sunnudag)
Minn maður Solanke verður allt í öllu í þessum leik og skorar þrennu. Jói Berg og hans félegar verða sætta sig við stórt tap á heimavelli.

Man City 3 - 1 Man Utd (15:30 á sunnudag)
Sem United stuðningsmaður er erfitt að spá fyrir sigri City en ég hef því miður litla trú á mínum mönnum. Haaland og KDB verða á eldi en Rashford skorar sárabótamark í lokin.

Sheffield United 0 - 5 Arsenal (20:00 á mánudag)
Arsenal hafa verið að ná í stora sigra undanfarið og ég spái að það verður ekki öðruvisi í þessum leik. Sheffied United eru slakir og þurfa að þola 5 mörk og rautt spjald

Fyrri spámenn:
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner