Valur Gunnarsson var aðeins með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki síðustu helgar í ensku úrvalsdeildinni. Steven Lennon, einn besti sóknarmaður í sögu efstu deildar, ætlar sér að gera betur en það. Skotinn knái spáir í leikina sem framundan eru um helgina.
Brentford 1 - 3 Liverpool (12:30 á morgun)
Slæmi strákurinn, Ivan Toney, skorar snemma og svo gerir fljúgandi Skotinn, Andy Robertson, þrjár stoðsendingar.
Burnley 0 - 4 Arsenal (15:00 á morgun)
Arsenal hefur verið að skora mörk að gamni upp á síðkastið. Nketiah fær tækifæri og skorar tvennu.
Fulham 1 - 2 Aston Villa (15:00 á morgun)
Super John McGinn og Ollie Watkins sjá til þess að Aston Villa tekur þrjú stig á útivelli.
Newcastle 3 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Heimamenn taka sterkan sigur og stuðningsmenn þeirra ganga af göflunum.
Nottingham Forest 0 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Hamrarnir svara fyrir sig eftir niðurlægjandi tap um síðustu helgi. Bowen skorar og setur Ward-Prowse eitt beint úr aukaspyrnu.
Tottenham 3 - 1 Wolves (15:00 á morgun)
Ange-bull verður í góðum gír um helgina. Son sýnir Werner hvernig á að skora með því að gera þrennu.
Man City 2 - 0 Chelsea (17:30 á morgun)
Chelsea notar stílinn hans Mourinho og leggur rútunni, en City mun brjóta þá niður í seinni hálfleik. Foden og De Bruyne leggja upp mörk fyrir kónginn sem Haaland er.
Sheffield United 1 - 3 Brighton (14:00 á sunnudag)
Ég er mikill aðdáandi De Zerbi og ég sé bara leikmenn Sheffield elta skugga í þessum leik. Billy Gilmour togar í spottana á kantinum og Mitoma gerir það á kantinum. Hvað þarf meira?
Luton 0 - 1 Man Utd (16:30 á sunnudag)
United lendir í vandræðum, en stóri McTominay finnur leið til að ná í stigin þrjú.
Everton 0 - 0 Crystal Palace (20:00 á mánudag)
Ég myndi frekar horfa á málningu þorna.
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 16 | 12 | 3 | 1 | 37 | 16 | +21 | 39 |
2 | Chelsea | 17 | 10 | 5 | 2 | 37 | 19 | +18 | 35 |
3 | Arsenal | 17 | 9 | 6 | 2 | 34 | 16 | +18 | 33 |
4 | Nott. Forest | 17 | 9 | 4 | 4 | 23 | 19 | +4 | 31 |
5 | Bournemouth | 17 | 8 | 4 | 5 | 27 | 21 | +6 | 28 |
6 | Aston Villa | 17 | 8 | 4 | 5 | 26 | 26 | 0 | 28 |
7 | Man City | 17 | 8 | 3 | 6 | 29 | 25 | +4 | 27 |
8 | Newcastle | 17 | 7 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 26 |
9 | Fulham | 17 | 6 | 7 | 4 | 24 | 22 | +2 | 25 |
10 | Brighton | 17 | 6 | 7 | 4 | 27 | 26 | +1 | 25 |
11 | Tottenham | 17 | 7 | 2 | 8 | 39 | 25 | +14 | 23 |
12 | Brentford | 17 | 7 | 2 | 8 | 32 | 32 | 0 | 23 |
13 | Man Utd | 17 | 6 | 4 | 7 | 21 | 22 | -1 | 22 |
14 | West Ham | 17 | 5 | 5 | 7 | 22 | 30 | -8 | 20 |
15 | Everton | 16 | 3 | 7 | 6 | 14 | 21 | -7 | 16 |
16 | Crystal Palace | 17 | 3 | 7 | 7 | 18 | 26 | -8 | 16 |
17 | Leicester | 17 | 3 | 5 | 9 | 21 | 37 | -16 | 14 |
18 | Wolves | 17 | 3 | 3 | 11 | 27 | 40 | -13 | 12 |
19 | Ipswich Town | 17 | 2 | 6 | 9 | 16 | 32 | -16 | 12 |
20 | Southampton | 17 | 1 | 3 | 13 | 11 | 36 | -25 | 6 |
Athugasemdir