Steven Lennon var með sex rétta í síðustu umferð. Starkaður Pétursson er spámaðurinn fyrir næstu umferð sem hefst í kvöld. Starkaður leikur í leiksýningunni Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem er í sýningu í Borgarleikhúsinu.
Liverpool 3-1 Luton (19:30 í kvöld)
Jæja það er ágætt að Poolarinn fái að byrja á sínum mönnum; borga tollinn og rífa plásturinn af. Miðað við hvernig Luton voru frábærir í síðasta leik þá ætla ég samt að Klopp-herinn sigli þessu heim á Anfield. Ég tek samt fram að ég vill að Luton verði um ókomna tíð í Prem, ég man ekki eftir öðru íþróttamerki með sólhatti í. Ég elska góðan sólhatt og segi 3-1 þar sem okkur er fyrirmunað að halda hreinu.
Chelsea 1-1 Tottenham (Leik frestað)
Ég veit að leiknum er frestað en þó: Chelsea hjálpaði mínum mönnum í titilbaráttunni síðast og gef þeim því séns. London derby, nóg af hnífum og hnúajárnum en ég ætla ekki að búast við flugeldasýningu miðað við gengi liðana undanfarið. Jafntefli og Lundúnabruninn 1666 verður endurtekinn.
Aston Villa 2-0 N. Forrest (15:00 laugardaginn 24. feb)
Gúdd íbeining. Vampíran í Villa-kastala blóðmjólkar Hróa hött og hans menn í Skíriskógi. Gott ef ekki Watkins verði með bæði, og í hvert skipti einn á móti Sels.
Brighton 1-1 Everton (15:00 laugardaginn 24. feb)
Nú er ég svo heppinn að leika í þekktasta fótboltaleikriti Íslandsögunnar í Borgarleikhúsinu. Þar er minn besti maður og meðleikari Sveinn Ólafur Gunnarsson, og Dr. Football vildi meina að í verkinu væru aðeins stuðningsmenn Liverpool. Það er haugalýgi! Svenni er dyggur stuðningsmaður Everton og ég fæ að gefa þeim a.m.k. stig í þessari spá minni. Svo er Valdimar ManUtd-maður svo ég sé að Doktorinn hefur ekki unnið heimavinnu sína nógu vel!
Crystal Palce 2-0 Burnley (15:00 laugardaginn 24. feb)
Uglan Hodgson farin. Það verður þá eitthvað varið í Crystal Palace á móti Burnley, enda þeir ekki jafn góðir í vörn og þjálfari þeirra var hér í dentíð.
Man Utd 7-1 Fulham (15:00 laugardaginn 24. feb)
Ég fæ bókstaflega greitt fyrir að vera stuðningsmaður Manchester United. Þess vegna sé ég að Brasilía - Þýskaland 2014 verði endurtekið á laugardaginn. McDominate með 2, Antony 2, Fernandjsss 2 og óvæntur Maguire með 1 í lokinn áður en hann grípur boltann inn í teig. Ef þið viljið betri lýsingar minni ég góðfúslega á Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á vegum Borgarleikhúsins. Þið þurfið samt að vera hraðari en Mbappe til að næla ykkur í miða þar sem það fer að verða uppselt fram á vor ????
Bournmouth 0-2 Man City (17:30 laugardaginn 24. feb)
Ég auðvitað bið til Guðs að Solanke versli þrennu í þessum leik en þetta er rosalega safe gisk. Ég er að horfa á City vs Brentford sem ég skrifa þetta og ég get svarað að ef norska lakupiippu-smörrebrauðs-surströmming-tröllið skori ekki þá þarf ég ekki bara að selja bílinn minn heldur líka hann Atla frænda minn.
Arsenal 3-1 Newcastle (20:00 laugardaginn 24 feb)
Ég trúi ekki að ég sé að spá þessum úrslitum miðað við að ég er enn með æluna í hálsinum eftir að einhver Arsenal-maður, á American bar í treyju merkta “Alexis” aftaná, benti á mig og hló líkt og Tryggvi Guðmunds gerði hér forðum þegar þeir unnu Liverpool 3-1, - þá verð ég að gefa þeim credit fyrir frábæra frammistöðu í síðustu leikjum.
Wolves 3-0 Sheffield Utd (13:30 sunndagur 25. feb)
Sheffield á ekki að vera í efstu deild knattspyrnu karla á Englandi. Sheffield á ekki einu sinni að vera í Championship. Sheffield á að vera í National League North miðað við spilamennsku liðsins og þess vegna tapa þeir gegn úlfunum 3-0.
West Ham 1-0 Brentford (20:00 mánudagur 26. feb)
Þetta er leikur að mínu skapi! Ég fór 2018 á Olympic Stadium og keypti mér West Ham treyju með áletruninni “Moyes 1”. Ég er gríðarlegur Moyesari og segi eftir langa taprunu, rísa hamrarnir eins og Fönix úr öskunni og negla þessar býflugur. IN MOYES WE TRUST! COYI!!!
Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)