Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 05. apríl 2024 10:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Magnús Már spáir í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Maggi mælir með Selhurst Park.
Maggi mælir með Selhurst Park.
Mynd: Getty Images
Skorar Tarkowski gegn gömlu félögunum?
Skorar Tarkowski gegn gömlu félögunum?
Mynd: EPA
Salah og Nunez.
Salah og Nunez.
Mynd: Getty Images
Maggi spáir því að Chelsea fylgi eftir góðum sigri.
Maggi spáir því að Chelsea fylgi eftir góðum sigri.
Mynd: EPA
Nablinn var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Deildin heldur áfram að rúlla um helgina og spennan er mikil.

Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, og fyrrum ritstjóri Fótbolta.net spáir í leikina sem eru framundan.

Crystal Palace 1 - 2 Man City (11:30 á morgun)
Íslendingar sem ætla á fótboltaleik í London ættu að prófa að fara á Selhurst Park. Alvöru stemning og mjög skemmtilegur völlur. Stemningin þar ræður þó ekki við ógnarsterkt lið City.

Aston Villa 2 - 1 Brentford (14:00 á morgun)
Villa tekur mikilvæg þrjú stig í baráttunni um topp fjóra. Brentford færist nær fallsvæðinu en nær þó að halda sæti sínu í vor.

Everton 1 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Sean Dyche slagurinn. Eftir eyðimerkurgönguna að undanförnu skorar James Tarkowski gegn gömlu félögunum og tryggir þrjú mikilvæg stig.

Fulham 3 - 3 Newcastle (14:00 á morgun)
Mörk, fjör og mikil spenna. Jöfnunarmark á 90+7 hjá öðru hvoru liðinu.

Luton 2 - 1 Bournemouth (14:00 á morgun)
Það hefur verið gaman að fylgjast með Luton í vetur. Mikilvægur sigur sem galopnar fallbaráttuna.

Wolves 0 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Mark úr föstu leikatriði í fyrri hálfleik. Moyes múrar fyrir í þeim síðari.

Brighton 2 - 2 Arsenal (16:30 á morgun)
De Zerbi finnur leiðir til að opna ógnarsterka vörn Arsenal og Brighton kemst í 2-0. Arsenal sýnir karakter og jafnar.

Man Utd 0 - 2 Liverpool (14:30 á sunnudag)
Eftir tapið í bikarnum mætir Liverpool í hefndarhug á Old Trafford. Trúin á titilinn eykst með hverri vikunni hjá Liverpool og mörk frá Salah og Nunez tryggja þrjú stig.

Sheffield United 0 - 4 Chelsea (16:30 á sunnudag)
Chelsea nýtir meðbyrinn eftir dramatíska sigurinn á Manchester United. Cole Palmer skorar aftur þrennu. Leikmenn Sheffield United eru farnir að hugsa um sumarfríið.

Tottenham 3 - 0 Nottingham Forest (17:00 á sunnudag)
Mikill munur á þessum liðum. James Maddison skorar eitt og leggur upp tvö.

Fyrri spámenn:
Bryndís Arna Níelsdóttir (8 réttir)
Starkaður Pétursson (8 réttir)
Aron Elís Þrándarson (7 réttir)
Steven Lennon (6 réttir)
Rúnar Þór Sigurgeirsson (6 réttir)
Gunnar Ormslev (6 réttir)
Katla Tryggvadóttir (6 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (6 réttir)
Arnar Laufdal (6 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (6 réttir)
John Andrews (6 réttir)
Arnar Daði (5 réttir)
Benedikt Bóas Hinriksson (5 réttir)
Baldur Sigurðsson (4 réttir
Fanney Inga Birkisdóttir (4 réttir)
Ægir Þór Steinarsson (4 réttir)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Jón Kári Eldon (4 réttir)
Nablinn (3 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Stefán Pálsson (3 réttir)
Viktor Unnar Illugason (3 réttir)
Gregg Ryder (3 réttir)
Tómas Steindórsson (3 réttir)
Emil Atlason (3 réttir)
Heiðar Austmann (2 réttir)
El Jóhann (2 réttir)
Davíð Snær Jóhannsson (2 réttir)
Benedikt Gunnar Óskarsson (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner