Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Kroos vill fara til Man Utd
Powerade
Toni Kroos er áfram orðaður við Manchester United.
Toni Kroos er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Verratti er á óskalista Arsenal.
Verratti er á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Real Madrid ætlar að berjast við Manchester United um Toni Kroos miðjumann FC Bayern. (Talksport)

Kroos hefur sagt Bayern og liðsfélögum sínum að hann sé ákveðinn í að fara til United á 40 milljónir punda. (Daily Mirror)

Nani mun líklega fara frá Manchester United í sumar en þetta segir umboðsmaður hans. (Daily Mirror)

Arsenal er að íhuga 17 milljóna punda tilboð í Marco Verratti miðjumann PSG. (Metro)

Arsenal hefur líka áhuga á Sardar Azmoun framherja Rubin Kazan en AC Milan er líka að fylgjast með þessum 19 ára gamla leikmanni. (Daily Star)

Newcastle mun láta Hatem Ben Arfa fara í sumar sem og Sylvain Marveaux og Gabriel Obertan. (Sun)

Tim Sherwood, stjóri Tottenham, verður rekinn í sumar en Louis van Gaal mun taka við liðinu af honum. (Daily Mail)

Tottenham gæti reynt að fá Mauricio Pochettino stjóra Southampton til að taka við. (Daily Telegraph)

Manchester United ætlar að gera Norð-Austur stúkuna á Old Trafford að stúku þar sem stuðningsmenn syngja á leikjum. (Manchester Evening News)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, hefur fengið þau skilaboð að staða hans sé ekki í hættu þrátt fyrir 10 töp í síðustu 15 leikjum og að hann hafi fengið sjö leikja bann fyrir að skalla David Meyler á dögunum. (Daily Telegraph)

Sylvain Distin, varnarmaður Everton, er ekki sammála þeim stuðningsmönnum liðsins sem eru tilbúnir að fórna Meistaradeildarsæti svo framarlega sem nágrannarnir í Liverpool vinni ekki deildina. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner