Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 08. apríl 2014 21:14
Alexander Freyr Tamimi
Mourinho: Fór ekki að hornfánanum til að fagna
Mourinho ræðri málin við Andre Schurrle í kvöld.
Mourinho ræðri málin við Andre Schurrle í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var að vonum ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Paris Saint-Germain í kvöld, en sigurinn tryggði Lundúnaliðinu sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Demba Ba skoraði markið mikilvæga undir lok leiksins, og tók Jose Mourinho þá þvílíkan sprett niður að hornfána.

,,Ég hljóp ekki að hornfánanum til að fagna. Ég fór þangað til að segja leikmönnunum frá breytingunum sem við urðum að gera," sagði Mourinho við ITV.

,,Það voru þrjár mínútur plús uppbótartími eftir og við vorum að taka of miklar áhættur. Ég vildi að Demba Ba spilaði fyrir framan varnarmennina og að Fernando Torres passaði Maxwell. Ég reyndi að láta þá gegna öðruvísi hlutverkum."

,,Ég taldi okkur gera nóg í byrjun seinni hálfleiks til að skora annað mark, áður en okkur í raun tókst það. Mér fannst þetta vera þversagnakennt, hvernig PSG spilaði og hvernig lið þeir vilja vera."

,,Í seinni hálfleik vorum við einráðir á boltanum, en okkur gekk illa að komast í gegnum þá. Við æfðum þetta í gær, þrjú kerfi sem við notuðum öll í kvöld. Leikmennirnir vissu hvað þeir áttu að gera og Demba Ba kláraði þetta fyrir okkur."

,,Það var virkilega verðskuldað að liðið sem reyndi að verjast allan leikinn fékk refsingu. Liðið sem spilaði með hjartanu átti skilið að fara áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner