Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 20:33
Brynjar Ingi Erluson
England: Markalaust jafntefli á Emirates
Mynd: Getty Images
Arsenal 0 - 0 Everton

Það var ekkert mark skorað er Arsenal og Everton áttust við á Emirates leikvanginum í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var heldur jafn, en Steven Pienaar átti hættulegasta færið. Phil Jagielka átti þá sendingu inn á Pienaar, en hann skaut yfir markið úr ákjósanlegu færi.

Olivier Giroud, framherji Arsenal, fékk þá gott tækifæri til þess að skora. Santi Cazorla lagði þá boltann út á Ramsey sem gaf boltann fyrir, en Giroud hitti hann illa og skaut framhjá markinu.

Ross Barkley átti gott skot á 66. mínútu leiksins. Honum tókst þá að leika á Mikel Arteta, áður en hann lét vaða en boltinn fór framhjá markinu.

Giroud hefði getað stolið sigrinum á 80. mínútu eftir sendingu frá Alex Oxlade-Chamberlain, en honum brást bogalistin. Lokatölur því 0-0 á Emirates, en Arsenal er í þriðja sæti með 60 stig á meðan Everton er í sjötta sæti með 56 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner