Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. apríl 2024 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Svona líta undanúrslitin í Meistaradeildinni út
Real Madrid er komið í undanúrslit
Real Madrid er komið í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Bayern München og Real Madrid voru síðustu liðin til að komast inn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Joshua Kimmich skoraði eina markið í 1-0 sigri Bayern á Arsenal á Allianz-Arena á meðan Real Madrid vann Manchester City eftir vítakeppni.

Það er ljóst að Bayern og Real Madrid eigast við í undanúrslitum keppninnar á meðan Borussia Dortmund spilar við Paris Saint-Germain.

Fyrri leikirnir eru spilaðir 30. apríl og 1. maí en síðari leikirnir 7. og 8. maí.

Það vekur auðvitað sérstaka athygli að Real Madrid og Paris Saint-Germain gætu mæst í úrslitum. Franskir og spænskir fjölmiðlar fullyrða að Kylian Mbappe, leikmaður PSG, sé búinn að semja um að ganga í raðir Real Madrid í sumar.


Athugasemdir
banner