Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 19. nóvember 2014 16:19
Elvar Geir Magnússon
Telur Kolbein vera það sem Tottenham þurfi
Kolbeinn hefur verið iðinn við markaskorun fyrir íslenska landsliðið.
Kolbeinn hefur verið iðinn við markaskorun fyrir íslenska landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski blaðamaðurinn Billy Hawkins skrifar pistil um sóknarmannamál Tottenham þar sem hann telur að íslenski landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé rétti maðurinn til að koma í staðinn fyrir Roberto Soldado.

Soldado hefur engu flugi náð hjá Tottenham og skorar nánast eingöngu úr vítaspyrnum. Á meðan hefur Christian Eriksen, Nacer Chadli og Erik Lamela gengið betur að aðlagast.

„Félagið er tilbúið að sagt tilbúið að selja Soldado í janúar en David Moyes, fyrrum stjóri Manchester United, er tilbúinn að fá hann til Real Sociedad. Emmanuel Adebayor er einnig á sölulista og Mauricio Pochettino vill fá heimsklassa sóknarmann sem fyrst. Íslenski sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson ætti að vera efstur á lista," skrifar Hawkins.

Hann telur að Kolbeinn henti leikstíl Tottenham afar vel en talsvert hefur verið rætt um að sú sé ekki raunin verðandi leikstíl Ajax, hollenska liðið spili ekki upp á styrkleika íslenska landsliðsmannsins.

Í pistli sínum segist Hawkins alveg gera sér grein fyrir því að sóknarmenn úr hollensku deildinni hafa ekki alltaf náð að stíga upp í ensku úrvalsdeildina, nefnir hann Afonso Alves og Luuk De Jong sem dæmi.

„Hinsvegar hafa Graziano Pelle og Dusan Tadic verið frábærir hjá Southampton og Sigþórsson gæti verið næstur til að sanna að hann geti tekið skrefið í ensku úrvalsdeildina.," skrifar Hawkins en margir telja að Kolbeinn þurfi nýja áskorun á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner