Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 21. janúar 2015 15:42
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn til Fleetwood Town (Staðfest)
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Rafn Steinsson hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Fleetwood Town en liðið er í 12. sæti í ensku C-deildinni í augnablikinu.

Grétar Rafn hefur verið í starfsnámi hjá sínu gamla félagi AZ Alkmaar frá því í nóvember en hann hefur nú fengið leyfi til að fara frá hollenska félaginu.

,,Ég hef verið ánægður í Alkmaar undanfarna mánuði en í desember hafði Fleetwood Town samband. Þetta er tækifæri sem ég vil stökkva á. Þetta er rétt skref á ferli mínum," sagði Grétar við heimasíðu AZ.

,,Við erum mjög ánægðir með starf Grétars Steinssonar hjá AZ undanfarna mánuði," sagði Earnie Stewart yfirmaður fótboltamála hjá AZ.

,,Við erum svekktir yfir því að hann sé að fara því að við hefðum viljað halda honum hjá AZ. Að sama skapi skijum við að hann vilji taka þessu góða tækifæri."

Grétar Rafn lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann lék á ferli sínum erlendis með Young Boys, AZ Alkmaar, Bolton og Kayserispor.

Gífurlegur uppgangur hefur verið hjá Fleetwood undanfarin ár en liðið hefur farið upp um sex deildir á tíu árum. Síðastliðið vor sigraði liðið Burton Albion í umspili um sæti í C-deildinni.
Athugasemdir
banner