Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 21. mars 2024 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Enrique ætlar ekki að snúa aftur til Barcelona í sumar
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, segist ekki ætla að snúa aftur til Barcelona í bráð.

Xavi hættir með Barcelona eftir þetta tímabil og hafa margir þjálfarar verið orðaðir við stöðuna.

Enrique er einn af þeim sem eru á blaði hjá Börsungum en hann þjálfaði liðið frá 2014 til 2017 við góðan orðstír.

Spánverjinn er hins vegar ánægður hjá PSG og ætlar að virða samning sinn við félagið.

„Sný ég aftur til Barcelona? Einn daginn væri ég til í það. Barcelona hefur ótrúlega mikla þýðingu fyrir mig en það verður að teljast ólíklegt. Ég vil virða samning minn við PSG, því við erum með mjög mikilvægt verkefni í þróun og ég mun ekki brjóta þann samning. Ekki séns,“ sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner