Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 10:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Heimild: Vísir 
Gummi Ben: Trúi ekki á vítaspyrnuæfingar
Icelandair
Hareide er búinn að ákveða hverjir taka víti.
Hareide er búinn að ákveða hverjir taka víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi Ben.
Gummi Ben.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld, 19:45 að íslenskum tíma, mætir Ísland liði Ísraels í leik þar sem sigurvegarinn fer áfram í úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Ef leikurinn verður jafn eftir 90 mínútur verður hann framlengdur og ef enn er jafnt eftir 120 mínútur verður gripið til framlengingar.

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason hituðu upp fyrir leikinn á Vísi í dag og rætt var um mögulega vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Strákarnir eru búnir að vera æfa sig að taka vítaspyrnur," sagði Stefán Árni.

„Mér finnst reyndar alltaf jafn skrítið þegar menn tala um að þeir hafi verið að æfa vítaspyrnur," sagði Gummi Ben. „Þú hefðir nú mátt gera það með KR á sínum tíma," skaut Stefán Árni inn í.

„Það gætu allir æft vítaspyrnur einhvers staðar undir engri pressu, en síðan er allt önnur íþrótt þegar kemur að spyrnunni sem getur annað hvort sett þig á EM eða fellt þig. Ég trúi ekki á vítaspyrnuæfingar. Þú getur alveg æft þig í að sparka í markið, en þú finnur aldrei þessa pressu sem er síðan undir þegar kemur að stóra augnablikinu," sagði Gummi.

„Åge sagði við mig í gær að hann er búinn að velja sína spyrnumenn. Er gott að menn séu tilbúnir fyrir að þurfa mögulega að taka spyrnu?" velti Stefán Árni fyrir sér.

„Ég held að flestir, og örugglega allir, séu nægilega sterkir að ráða við það að vita það að þeir muni taka vítaspyrnu ef út í það fer. En ég get bara sagt það hér og nú að þetta fer ekki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Við munum sigra þetta í venjulegum leiktíma," sagði Gummi.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner