Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xavi á hliðarlínunni í kannski síðasta El Clasico slagnum sínum
Xavi Hernandez.
Xavi Hernandez.
Mynd: EPA
Xavi, þjálfari Barcelona, kemur til með að vera á hliðarlínunni þegar Börsungar mæta Real Madrid í El Clasico þann 21. apríl næstkomandi.

Xavi fékk rautt spjald í síðasta leik gegn Atletico Madrid og fær hann tveggja leikja bann. Það var jafnvel búist við því að hann myndi fá lengra bann þar sem þetta er hans önnur brottvísun á tímabilinu.

En samkvæmt Sport þá hefur aganefndin aðeins gefið honum tveggja leikja bann.

Hann mun því bara missa af leikjum gegn Las Palmas og Cadiz í La Liga.

Hann verður mættur aftur þegar Barcelona mætir erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabeu eftir mánuð. Barcelona er núna í öðru sæti La Liga, átta stigum frá Real, en Börsungar hafa verið á afar góðu skriði að undanförnu.

Mögulega verður þetta síðasti El Clasico slagur Xavi sem þjálfara Barcelona en hann er að hætta með liðið eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner