Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 21. apríl 2016 10:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Breiðabliks - Brassi inn á miðjuna
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í fyrra.
Höskuldur Gunnlaugsson var frábær í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Í fimmta sætinu spáum við Valsmönnum en hér að neðan er líklegt byrjunarlið þeirra.


Gunnleifur Gunnleifsson er að vanda í marki Blika en þeir Hlynur Örn Hlöðversson og Aron Snær Friðriksson eru til taks og gætu fengið að spreyta sig ef Gulli fer á EM í Frakklandi.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson er í stöðu hægri bakvarðar en þeir Guðmundur Friðriksson og Alfons Sampsted berjast við hann um stöðuna. Kristinn Jónsson fór til Sarpsborg í vetur og Davíð Kristján Ólafsson fær það hlutverk að spila í vinstri bakverði eftir að hafa hingað til leikið á kantinum. Elfar Freyr Helgason og Damir Muminovic mynduðu öflugt miðvarðapar í fyrra en þeir Viktor Örn Margeirsson og Kári Ársælsson berjast við þá um stöðurnar.

Oliver Sigurjónsson var frábær í fyrra en líklegast er að Andri Rafn Yeoman verði með honum á miðjunni. Fyrir framan þá verður hinn brasilíski Daniel Bamberg en Blikar binda miklar vonir við hann. Arnþór Ari Atlason bankar fast á dyrnar og Gísli Eyjólfsson mun einnig koma við sögu á miðjunni.

Í fremstu víglínu er mikil samkeppni. Jonathan Glenn byrjar í tveggja leikja banni en hann verður væntanlega framherji númer eitt. Guðmundur Atli Steinþórsson hefur raðað inn mörkum með HK undanfarin ár og spennandi verður að sjá hann í Pepsi-deildinni. Ellert Hreinsson getur einnig leikið í öllum fremstu stöðunum. Líklegast er að Atli Sigurjónsson verði á hægri kantinum og Höskuldur Gunnlaugsson á þeim vinstri. Spænski kantmaðurinn Sergio Jose Carrallo Pendas er einnig að berjast um stöðu í liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner