Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 23. janúar 2015 14:43
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða KR 
Sonur Tryggva yngsti markaskorari KR frá upphafi
Guðmundur Andri eftir leikinn í gær.
Guðmundur Andri eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðmundur Andri Tryggvason skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk KR í 2-0 sigri á Fram á Reykjavíkurmótinu.

Hann varð þar með yngsti markaskorari meistaraflokks KR í mótsleik.

Andri bætti sex ára gamalt met Ingólfs Sigurðssonar um tæpt ár en þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Ingólfur var 16 ára og 64 daga gamall þegar hann skoraði í 9-2 sigri á Leikni í Lengjubikarnum 17. apríl 2009.

Andri er fæddur 4. nóvember 1999 og er því 15 ára og 79 daga gamall. Markið sem Andri skoraði var 989. mark KR á Reykjavíkurmóti og 4612. mark mfl. KR.

Hann er með markaskorun í genunum enda er hann sonur Tryggva Guðmunds­sonar sem er marka­hæsti leikmaður allra tíma í efstu deild hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner