Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mið 24. september 2014 10:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sterling til Real Madrid?
Powerade
Sterling er orðaður við Real Madrid.
Sterling er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Pique er sagður á óskalista Manchester United.
Pique er sagður á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Real Madrid ætlar að reyna að fá Raheem Sterling (19) frá Liverpool næsta sumar en viðræður hans um nýjan samning hafa gengið illa. (Daily Mirror)

Manchester United er að undirbúa 35 milljóna punda tilboð í Arturo Vidal (27) miðjumann Juventus. (Daily Star)

Manchester United ætlar líka að reyna að fá varnarmanninn Gerard Pique (27) aftur frá Barcelona í janúar. (Daily Express)

Inter og Atletico Madrid ætla að reyna að kaupa Roberto Soldado frá Tottenham í janúar. (London Evening Standard)

Ron Vlaar (29) hefur sagt Aston Villa að hann sé tilbúinn að hefja viðræður um nýjan samning. Vlaar er á óskalista Manchester United og Arsenal. (Daily Mirror)

Ross Barkley (20), miðjumaður Everton, er ekki til sölu að sögn félagsins en orðrómur er um að Manchester City ætli að kaupa hann á 30 milljónir punda næsta sumar. (Liverpool Echo)

Sergio Romero (27), markvörður Samdporia og argentínska landsliðsins, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann hafi hafnað Manchester United í sumar. (Manchester Evening News)

James Milner (28) ætlar bara að framlengja samning sinn við Manchester City ef hann fær að spila nóg. (Daily Mirror)

PSG er tilbúið að selja miðjumanninn Adrien Rabiot (19) í janúar en Arsenal hefur áhuga. (Talksport)

Louis van Gaal íhugar að nota Michael Carrick (33) í vörninni eftir lélega frammistöðu varnarmanna að undanförnu. (Daily Mail)

Jose Angel Pozo (18) mun vera í leikmannahópi Manchester City gegn Sheffield Wednesday en hann hefur verið kallaður "Mini Messi". (The Times)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, segir að Sammy Ameobi (22) sé að spila upp á framtíð sína hjá félaginu í leiknum við Crystal Palace í dag. (Daily Telegraph)

Í áætlunum Liverpool um stækkun á Anfield er gert ráð fyrir minningarreit um fórnarlömb Hillsborough slyssins. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner