Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 25. nóvember 2016 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Eibar á góðu róli eftir sigur á Betis
Eibar er að gera góða hluti
Eibar er að gera góða hluti
Mynd: Getty Images
Eibar 3 - 1 Betis
1-0 Pedro Leon ('19 )
2-0 Sergi Enrich ('23 )
2-1 Ruben Castro ('84 )
3-1 Kike ('90 )
Rautt spjald: Cristiano Piccini, Betis ('17)

Það var einn leikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eibar fékk Real Betis í heimsókn í fyrsta leik 13. umferðar spænsku deildarinnar.

Þetta var satt best að segja mjög þægilegt hjá Eibar í kvöld; þeir héldu boltanum vel og stjórnuðu ferðinni.

Það að Cristiano Piccini, varnarmaður Betis, skyldi fá rauða spjaldið hafði augljóslega einhver áhrif, en Eibar var 2-0 yfir þegar dómarinn flautaði til hálfleiks

Þeir hjá Betis náðu að minnka muninn þegar Ruben Castro skoraði á 84. mínútu, en varamaðurinn Kike náði að gulltryggja sigurinn fyrir Eibar með marki í uppbótartíma.

Lokatölur urðu 3-1 fyrir heimamenn í Eibar, en þeir eru núna með 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Betis er með sjö stigum minna í 13. sætinu.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 27 15 6 6 45 24 +21 51
2 FK Krasnodar 27 14 8 5 41 26 +15 50
3 Dinamo 27 14 8 5 46 35 +11 50
4 Lokomotiv 27 11 11 5 45 37 +8 44
5 Spartak 27 12 7 8 37 31 +6 43
6 Kr. Sovetov 27 11 7 9 44 37 +7 40
7 Rostov 27 11 7 9 39 40 -1 40
8 CSKA 27 9 12 6 47 38 +9 39
9 Rubin 27 10 8 9 26 33 -7 38
10 Akhmat Groznyi 27 9 5 13 30 38 -8 32
11 Orenburg 27 7 8 12 31 36 -5 29
12 Nizhnyi Novgorod 27 8 5 14 25 38 -13 29
13 Fakel 27 6 10 11 20 29 -9 28
14 Ural 27 7 7 13 27 41 -14 28
15 Baltica 27 7 5 15 29 34 -5 26
16 Sochi 27 4 8 15 28 43 -15 20
Athugasemdir
banner
banner