Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fiorentina fær Barak til að fullkomna miðjuna (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Fiorentina

Fiorentina er búið að krækja sér í tékkneska landsliðsmanninn Antonin Barak á lánssamningi með kaupmöguleika sem verður að kaupskyldu ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.


Fiorentina mun þurfa að greiða um það bil 12 milljónir evra fyrir hinn 27 ára gamla Barak sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Verona og ekki með áhuga á að framlengja.

Barak var lykilmaður í liði Verona og skoraði 11 mörk í 30 leikjum á síðasta tímabili. Hann er sóknarþenkjandi miðjumaður og á 8 mörk í 31 landsleik með Tékklandi.

Fiorentina gæti verið búið að klára sumarið sitt í leikmannakaupum en það er ekki víst vegna þess að félagið hefur áhuga á Nedim Bajrami og Fabiano Parisi hjá Empoli og þá er Villarreal að reyna að stela Matija Nastasic frá Flórens.

Barak er partur af öflugum miðjumannahóp Fiorentina ásamt mönnum á borð við Giacomo Bonaventura, Gaetano Castrovilli og Rolando Mandragora.

Barak mun vera í beinni baráttu við Youssef Maleh og Alfred Duncan um byrjunarliðssæti. 

Hann er sá fimmti sem gengur í raðir Fiorentina í sumar eftir Pierluigi Gollini, Rolando Mandragora, Luka Jovic og Dodo.

Fiorentina er með fimm stig eftir fjórar umferðir í Serie A og hefur ekki skorað síðan í 3-2 sigri gegn Cremonese í fyrstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner