Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 01. september 2022 23:36
Ívan Guðjón Baldursson
Forest kaupir Bowler og lánar beint til Olympiakos (Staðfest)
Bowler var hjá Everton áður en hann fór til Blackpool.
Bowler var hjá Everton áður en hann fór til Blackpool.
Mynd: EPA

Nottingham Forest er búið að staðfesta kaup á Josh Bowler sem hefur verið lánaður beint út til systurfélags Forest í Grikklandi, Olympiakos.


Bowler er 23 ára kantmaður sem kom að 11 mörkum í 45 leikjum með Blackpool á síðustu leiktíð og er búinn að skora tvö mörk í sjö leikjum á nýju tímabili.

Forest er talið borga um 4 milljónir punda fyrir Bowler sem fer beint til Olympiakos rétt eins og liðsfélagi sinn Hwang Ui-jo sem var keyptur af Bordeaux á dögunum.

Bowler og Ui-jo munu reyna fyrir sér í toppbaráttunni í Grikklandi í deild með nokkrum Íslendingum þar sem Viðar Örn Kjartansson, Guðmundur Þórarinsson, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason leika einnig í deildinni. Ögmundur Kristinsson er leikmaður Olympiakos en ekki í áformum þjálfarans.


Athugasemdir
banner
banner
banner