Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. september 2022 16:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willian til Fulham (Staðfest)
Mynd: Fulham
Fulham hefur opinberað að Willian sé orðinn leikmaður félagsins. Willian skrifar undir eins árs við enska félagið.

Willian er annar leikmaðurinn sem Fulham fær í sínar raðir á gluggadeginum því Layvin Kurzawa var tilkynntur fyrir skemmstu.

Willian er gífurlega reynslumikill, hefur bæði spilað með Chelsea og Arsenal og á 70 landsleiki að baki fyrir Brasilíu. Áður en hann hóf feril sinn á Englandi hafði hann verið gífurlega sigursæll með liði Shakhtar Donetsk í Úkraínu.

Hann fór frá Úkraínu til Rússlands þar sem hann samdi við Anzhi Makhachkala en stoppaði stutt við þar og fór til Chelsea. Þar lék hann 339 leiki, skoraði 69 mörk og vann fimm titla.

Willian lék síðast fyrir Corinthians í heimalandinu en rifti samningi sínum við félagið fyrr í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner