Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 01. september 2022 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kurzawa til Fulham á láni (Staðfest) - Blackburn hafnaði öðru tilboði
Mynd: Fulham
Fulham hefur staðfest komu Layvin Kurzawa til félagsins, bakvörðurinn skrifar undir lánssamning sem gildir út tímabilið.

Kurzawa er samningsbundinn PSG í Frakklandi. Hann segist hafa fylgst með öllum leikjum Fulham á tímabilinu og geti ekki beðið eftir því að spila með liðinu.

Kurzawa er sóknarsinnaður vinstri bakvörður sem uppalinn er hjá Mónakó. Hann var keyptur til PSG árið 2015 og hefur leikið 153 leiki fyrir félagið síðan.

Á síðasta tímabili spilaði hann einungis einn leik fyrir PSG í öllum keppnum. Hjá PSG náði hann þeim merka árangri að skora þrennu á 27 mínútum í Meistaradeildarleik gegn Anderlecht og varð hann fyrsti varnarmaðurinn til að skora þrennu í keppninni.

Kurzawa verður þrítugur um helgina og spilaði hann þrettán landsleiki fyrir Frakkland á árunum 2014-2019.

Í öðrum fregnum tengdum Fulham er það helst að félagið bauð aftur í Ben Brereton Diaz, sóknarmann Blackburn, en Blackburn hafnaði tilboðinu um leið.


Athugasemdir
banner
banner