banner
   fös 02. september 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
19 ára fenginn til að leysa Soler af hólmi (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Leipzig

Valencia fær miðjumanninn efnilega Ilaix Moriba á lánssamningi frá RB Leipzig sem gildir út tímabilið.


Moriba er aðeins 19 ára gamall en var keyptur frá Barcelona til RB Leipzig í fyrra fyrir 22 milljónir evra og 10% endursöluákvæði.

Hann fékk ekki nægan spiltíma hjá Leipzig og ákvað þýska félagið að lána hann aftur til Spánar í janúar. Hann var lánaður til Valencia, spilaði 18 leiki og hreif þjálfarateymið.

Moriba er sterkur og kraftmikill miðjumaður sem á að hjálpa til við að leysa Carlos Soler af hólmi eftir að hann var seldur til PSG. Soler var algjör lykilmaður í liði Valencia og er landsliðsmaður Spánverja.

Moriba er því orðinn partur af gríðarlega ungri miðju Valencia þar sem meðalaldurinn er rétt undir 21 árs.


Athugasemdir
banner
banner
banner