Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 02. september 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marcos Alonso er frjáls ferða sinna (Staðfest)
Mynd: EPA

Chelsea er búið að staðfesta að samkomulag náðist við spænska bakvörðinn Marcos Alonso um að binda enda á samning hans við félagið svo hann geti gengið í raðir Barcelona.


Börsunga vantaði vinstri bakvörð á meðan Chelsea var á höttunum eftir Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmanni Börsunga, og nýtti sér tækifærið.

Chelsea tókst að lækka kaupverð Aubameyang niður í 10 milljónir punda með því að semja við Barca um að binda enda á samning Marcos Alonso svo hann gæti skipt yfir á frjálsri sölu.

Barca var með alltof marga sóknarmenn í hóp og koma þessi félagsskipti sér vel fyrir félagið fjárhagslega.

Alonso, 31 árs, spilaði 212 leiki fyrir Chelsea, þar af 46 á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner