Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. ágúst 2022 12:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Onana til Everton (Staðfest)
Mynd: Everton
Amadaou Onana hefur skrifað undir samning hjá Everton og kemur til félagsins frá franska félaginu LOSC Lille. Kaupverðið er óuppgefið en fjallað hefur verið um að Everton hafi boðið um 33 milljónir punda í leikmanninn.

Onana er tvítugur miðjumaður sem skrifar undir fimm ára samning og er fimmti leikmaðurinn sem Everton fær í sumar. Áður höfðu þeir James Tarkowski, Rúben Vinagre, Dwight McNeil og Conor Coady gengið í raðir félagsins.

Onana kom til Lille frá Hamburg síðasta sumar á um sex milljónir punda. Lille er því að hagnast talsvert á sölunni á leikmanninum. Hann er belgískur landsliðsmaður sem byrjaði ellefu leiki með Lille á tímabilinu og kom 21 sinni inn á sem varamaður í Ligue 1 síðasta vetur.

„Amadou er frábær leikmaður sem við vildum mikið fá til Everton. Hann er með marga frábæra eiginleika sem hjálpa við að styrkja okkar miðju og hann hefur mikinn möguleika til að verða enn betur. Ég ræddi við hann um hvers vegna Everton væri rétta félagið fyrir hann. Við erum öll spennt að sjá hann sýna hvað hann getur komið með inn í liðið," sagði Frank Lampard sem er stjóri Everton.

Onana virtist vera á leið til West Ham í sumar en Everton jafnaði tilboð Hamranna og hann ákvað í kjölfarið að velja Everton.


Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Athugasemdir
banner
banner