Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 10. nóvember 2017 19:18
Magnús Már Einarsson
Sólon: Markmiðið að verða markahæstur í deildinni
Sólon Breki við undirskriftina
Sólon Breki við undirskriftina
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
„Maður stefnir alltaf hátt. Markmiðið er að verða markahæstur í 2. deildinni og hjálpa Vestra að fara upp," sagði sóknarmaðurinn Sólon Breki Leifsson eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við Vestra í kvöld.

Síðari hluta tímabils 2016 var Sólon í láni hjá Vestra þar sem hann skoraði átta mörk í ellefu leikjum. Hann þekkir því til á Vestfjörðum.

Sólon er uppalinn hjá Breiðabliki en hann yfirgefur nú æskufélag sitt.

„Allir bestu vinir mínir til margra ár eru þarna en svona er þetta bara. Ég verð að fá mínútur," sagði Sólon.

Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson tók við Vestra á dögunum og Sólon er spenntur að spila undir hans stjórn.

„Bjarni er flottur þjálfari og með fullt af reynslu. Hann hefur oft verið með markahæstu mennina þar sem hann hefur þjálfað og ég held að hann geti hjálpað mér fótboltalega séð og liðinu."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner