Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 11. ágúst 2017 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Þór: Hef kallað eftir því lengi að leika í svörtu
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH í leik með liðinu í sumar.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH í leik með liðinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingar ætla sér að vinna bikarinn á laugardaginn
FH-ingar ætla sér að vinna bikarinn á laugardaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var nokkuð brattur þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær í höfuðstöðvum KSÍ en FH mætir ÍBV í úrslitaleik Borgunarbikarsins á laugardag.

FH hefur aðeins unnið bikarinn tvisvar en síðast vann liðið árið 2010 er Davíð lék í Svíþjóð með Östers IF. Hann hefur aðeins unnið hann einu sinni með liðinu en það var árið 2007.

FH-ingar mæta ÍBV á laugardag og þar verður allt lagt undir.

„Það er alveg óhætt að segja það að við erum búnir að vera mjög lélegir í bikarkeppninni undanfarin ár og komust reyndar í undanúrslit í fyrra en áttum ekkert skilið í þeim leik gegn ÍBV og fyrir það vorum við búnir að vera í miklu basli þannig það er kærkomið að vera komnir hingað," sagði Davíð Þór við Fótbolta.net.

„Ég hef unnið hann einu sinni, árið 2007 og það var mjög gaman. Þetta er stærsti svona einstaki leikur ársins á Íslandi og virkilega gaman að taka þátt í honum og við þurfum að gera allt sem við getum til að gera hann gleðilegan á laugardaginn."

FH er klárlega talið stærra liðið í þessum leik en liðið er núverandi Íslandsmeistari auk þess sem liðið hefur unnið fleiri titla síðustu ár en ÍBV er hins vegar annað árið í röð komið í úrslit og því segir hann að megi ekki vanmeta liðið.

„Það er kannski ekkert skrítið. Við erum ofar en þeir í deildinni og sigursællri en þeir undanfarin ár. Við erum vanir þessu en við erum ekkert að fara að vanmeta Vestmannaeyinga. Við spiluðum leik gegn þeim fyrr í sumar þar sem við unnum 1-0 og ef þú horfir á leikinn þá áttum við ekkert frekar skilið að vinna heldur en þeir."

Það er mikið af leikjum framundan hjá FH en liðið er á fullu í Pepsi-deildinni og þá á liðið tvo leiki gegn portúgalska liðinu Braga framundan í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

„Það er þétt spilað núna og mikið af leikjum, þannig vill maður hafa þetta. Við höfum tækifæri á laugardaginn að taka þennan bikar til og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að það verði raunin og svo höldum við áfram að elta Valsmenn og Stjörnumenn og gefa þeim keppni allt til enda," sagði Davíð.

Steven Lennon og Kristján Flóki Finnbogason hafa verið sjóðheitir fram á við hjá liðinu og er Davíð afar þakklátur fyrir að hafa þá í góðu formi.

„Það er mjög gott sérstaklega þar sem enginn annar skorar í þessu liði. Neinei, að öllum ólöstuðum þá eru þessir tveir menn ástæðan fyrir því að við erum í einhverri baráttu á þessari leiktíð og við höfum alltaf vitað það að þeir eru báðir frábærir fótboltamenn."

FH mun í fyrsta sinn spila í svörtu í úrslitum bikarsins en Davíð ætlar að gera þennan viðburð sögulegan með því að ná í titil fyrir FH í fyrsta sinn í svörtu.

„Ég er mjög ánægður með það og búinn að kalla eftir því lengi að varabúningarnir verði svartir og það er mjög jákvætt. Við munum sjá til þess að FH vinni í fyrsta skiptið titil í svörtum búning," sagði hann í lokin.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner