Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 17. júlí 2025 23:16
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Rúnar Kristins.
Rúnar Kristins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott stig. Þetta var erfiður leikur og eins og ég sagði við fjölmiðlana fyrir leik að þá er Afturelding með mjög gott lið. Ég er sáttur með stigið. Mér fannst við hafa mikla orku í restina til að troða inn sigurmarkinu, við áttum hörku upphlaup eins og þeir líka. Sanngjarnt stig kannski.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir leik hans manna gegn Aftureldingu í kvöld sem fór 1-1.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Fram

Freyr Sigurðsson fékk dauðafæri undir restina til þess að koma Fram yfir en setti boltann hátt yfir.

„Boltinn kemur hratt til hans og hann heldur að það sé einhver að fara að tækla sig og hann er kannski full fljótur að skjóta. Þess vegna fer boltinn svona hátt yfir. Dauðafæri en við fáum aðra hörku sénsa líka. En eins og ég segi þeir áttu sína hættulega kafla. Eftir að hafa lent undir er ég sáttur að hafa komið til baka og ná að jafna. Fá mark frá Róberti er líka mjög mikilvægt fyrir okkur.“

Vuk Oskar Dimitrijevic og Kyle McLagan fóru báðir meiddir útaf í hálfleik en Vuk fór í hálfleik með sjúkrabíl að sögn Rúnars.

„Vuk fékk stóran skurð á hásinina eftir fyrstu aukaspyrnuna okkar við upphafi leik, Kyle var orðinn stífur aftan í læri og við tókum enga sénsa með hann. Þessi skurð kom okkur á óvart og það kom bara í ljós í hálfleik hversu stór hann var. Hann fór með sjúkrabíl til þess að láta sauma þetta saman. Vonandi að hann verði klár sem fyrst og það sama með Kyle.“

Rúnari fannst heildarframmistaða síns liðs ekki vera góð í dag þegar hann var spurður út í hana.

„Nei mér fannst það ekki, mér fannst við eiga pínu off dag í dag sem er bara sterkt. Sýnir hversu langt við erum komnir að ná í stig hér í dag þrátt fyrir að eiga ekkert sérstaklega góðan leik. En engu að síður fannst mér við gera nóg til þess að stela sigrinum en ég held að Maggi, þjálfari Aftureldingar, getur örugglega sagt það sama.“

Er stefnan sett á Evrópusæti í Úlfarsárdalnum?

„Við erum eins og við sögðum fyrir tímabilið að reyna að tryggja okkur topp 6 eins fljótt og við getum og koma okkur inn í þann pakka. En nú getum við farið og horft eitthvað lengra. En engu að síður er svakalega stutt niður. Ég held að við höldum okkur bara við þessa markmiðasetningu, sjáum hvaða möguleika við höfum í stöðunni. Við eigum erfiða leiki eftir svo við verðum bara að halda áfram og halda áfram að safna stigum.“

Viðtalið við Rúnar má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner