Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 08. maí 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Felix Bergsson spáir í leiki 2. umferðar
Felix og Sanna Nielsen sem tekur þátt í Eurovision fyrir hönd Svía í ár.
Felix og Sanna Nielsen sem tekur þátt í Eurovision fyrir hönd Svía í ár.
Mynd: Úr einkasafni
Felix telur að KR-ingar muni vinna í Kópavogi.
Felix telur að KR-ingar muni vinna í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
2. umferðin í Pepsi-deildinni fer fram í kvöld en Eurovision sérfræðingurinn Felix Bergsson sér um að spá í leikina að þessu sinni.

Felix er að sjálfsögðu mættur til Kaupmannahafnar til að fylgjast með Eurovison en hann gefur sér líka tíma til að fylgjast með íslenska boltanum.

,,Ég er brjálaður KR-ingur og er í KR-útvarpinu. Mér finnst íslenski boltinn alltaf jafn skemmtilegur," sagði Felix við Fótbolta.net.

ÍBV 1 - 2 Stjarnan (17:00)
Stjarnan virðist kunna að taka þessa erfiðu útileiki á meðan Eyjamenn koma ekki sterkir inn í mótið.

Þór 0 - 0 Fjölnir (18:00)
Bæði lið koma varlega inn í þetta til að fá ekki á sig mark og það endar á því að enginn fær á sig mark og það gerist ekkert í þessu.

Víkingur R. 0 - 1 Fram (18:00)
Víkingarnir koma ekki nægilega sterkir til leiks og Framarar vinna þetta.

FH 3 - 0 Fylkir (19:15)
FH-ingar koma brjálaðir í þennan leik. Það er gríðarlegt svekkelsi í Hafnarfirðinum eftir jafnteflið gegn Breiðabliki og FH-ingar láta ekki Fylkismennina stríða sér.

Breiðablik 1 - 3 KR (19:15)
KR-ingarnir náð að rífa sig upp eftir tap í fyrsta leik. Rúnar nær að þjappa hópnum saman og þeir koma brjálaðir til leiks.

Valur 2 - 0 Keflavík (20:30)
Valsmenn eru gríðarlega frískir. Að þeir skuli ná að vinna ógnarsterkt lið KR sýnir að þeir geta endað á góðum stað.

Eldri spámenn:
Guðmundur Steinarsson (4 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner