Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 16. júní 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 8. umferð: Léttir að sleppa við kviðslit
Bestur í 8. umferð - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Aron Elís Þrándarson í leiknum í gær.
Aron Elís Þrándarson í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var heilt yfir besti leikur minn í sumar," sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings R. við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 8. umferðar í Pepsi-deild karla.

Aron Elís skoraði og lagði upp mark í 2-1 sigri Víkings á Val í gærkvöldi.

Aron Elís hefur skorað í tveimur leikjum í röð með Víkingi en það eru fyrstu tveir leikir hans í byrjunarliðinu eftir meiðsli í byrjun móts.

,,Ég fékk verki í kviðinn og það var óttast að ég væri kviðslitinn. Ég fór í nánari skoðun rétt fyrir mót og þá kom í ljós að svo var ekki. Það var gífurlegur léttir. Það er ekkert grín að vera kviðslitinn, það þýðir aðgerð og það var gífurlegur léttir að sleppa við það," sagði Aron Elís sem hefur spilað meira og meira með hverjum leiknum.

,,Óli (Ólafur Þórðarson) og Milos (Milojevic) hafa gert þetta mjög vel. Þeir hafa passað upp á álagið og gert þetta hægt og rólega þannig að núna getur maður byrjað að spila 90 mínútur. Það reyndi á að fá bara að spila 20-45 mínútur en maður lét sig hafa það. Það er betra en að spila ekki neitt."

Þarf að læra betur að spila frammi
Aron Elís líkar best í stöðunni fyrir aftan framherjann en síðasta hálftímann í gær spilaði hann sem fremsti maður.

,,Við höfum verið í smá meiðslaveseni framarlega á vellinum. Viktor og Sveinbjörn eru frá og Pape er eini strikerinn. Þó að hann hafi staðið sig frábærlega þá reynir mikið á hann og hann verður þreyttur líka. Vonandi verða allir heilir sem fyrst."

,,Ég þarf að læra betur inn á það ef ég að geta staðið almennilega frammi. Ég var að reyna að bjóða mér í einhver svæði og það gekk misvel. Ég náði allavega að leggja upp eitt mark, það var ágætt," sagði Aron léttur í bragði.

„Þurfum að halda okkur niðri á jörðinni"
Eftir sigurinn í gær er Víkingur með 13 stig að loknum 8 umferðum og liðið er ekki nálægt fallsvæðinu eins og margir bjuggust við fyrir mót.

,,Það bjuggust ekki margir við þessu en við vissum alveg hvað við getum. Við erum búnir að setja okkur markmið og erum staðráðnir í að ná þeim. Við ætlum að halda áfram."

,,Við þurfum að halda okkur niðri á jörðinni. Það þýðir ekkert að fara í einhverja draumóra þó að við séum búnir að vinna tvo leiki í röð. Allir leikir í deildinni eru mjög erfiðir. Fyrst er bikarleikur (gegn Fylki) og við þurfum að byrja á að fókusa á hann,"
sagði Aron að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner